Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2023 19:30 Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið. Vart þarf að koma á óvart að stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið hafi aukizt fyrstu mánuðina eftir innrásina í Úkraínu ofan í stöðu efnahagsmála. Hins vegar hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu meðal annars varpað enn betra ljósi en áður á það hve illa sambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum, ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi, fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar, sem gerð var nýverið af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem hlynnt er inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skilja nú einungis tæp fimm prósentustig þá að sem vilja ganga í sambandið og þá sem eru því andvígir en fyrir að verða ári síðan var munurinn um 14% inngöngusinnum í vil. Þannig voru 40,8% hlynnt inngöngu samkvæmt könnuninni en 35,9% andvíg. Fyrir tæpu ári síðan voru 47% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og 33% andvíg samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups sem gerð var einungis nokkrum dögum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Síðasta sumar mældist stuðningurinn við inngöngu 48,5% í könnun Prósents, í nóvember 42,8% samkvæmt sama fyrirtæki og nú síðast sem fyrr segir 40,8% samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, mælist einungis um 7% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar, hins flokksins sem talað hefur fyrir málinu í gegnum tíðina en setti það á ís síðasta haust, hefur í kjölfar þeirrar ákvörðunar tvöfaldast. Kannanir benda til þess að sú ákvörðun hafi vegið þungt í þeim efnum. Margt bendir þannig til þess að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu flokka. Ekki einu sinni þegar reynt er að telja fólki trú um það að sambandið sé einungis gjaldmiðill. Þvert á móti. Ólíkt Samfylkingunni býr Viðreisn við þann vanda að hafa beinlínis verið stofnuð í kringum þetta eina tiltekna stefnumál. Án þess væri forsendan fyrir tilvist flokksins úr sögunni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið. Vart þarf að koma á óvart að stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið hafi aukizt fyrstu mánuðina eftir innrásina í Úkraínu ofan í stöðu efnahagsmála. Hins vegar hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu meðal annars varpað enn betra ljósi en áður á það hve illa sambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum, ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi, fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar, sem gerð var nýverið af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem hlynnt er inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skilja nú einungis tæp fimm prósentustig þá að sem vilja ganga í sambandið og þá sem eru því andvígir en fyrir að verða ári síðan var munurinn um 14% inngöngusinnum í vil. Þannig voru 40,8% hlynnt inngöngu samkvæmt könnuninni en 35,9% andvíg. Fyrir tæpu ári síðan voru 47% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og 33% andvíg samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups sem gerð var einungis nokkrum dögum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Síðasta sumar mældist stuðningurinn við inngöngu 48,5% í könnun Prósents, í nóvember 42,8% samkvæmt sama fyrirtæki og nú síðast sem fyrr segir 40,8% samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, mælist einungis um 7% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar, hins flokksins sem talað hefur fyrir málinu í gegnum tíðina en setti það á ís síðasta haust, hefur í kjölfar þeirrar ákvörðunar tvöfaldast. Kannanir benda til þess að sú ákvörðun hafi vegið þungt í þeim efnum. Margt bendir þannig til þess að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu flokka. Ekki einu sinni þegar reynt er að telja fólki trú um það að sambandið sé einungis gjaldmiðill. Þvert á móti. Ólíkt Samfylkingunni býr Viðreisn við þann vanda að hafa beinlínis verið stofnuð í kringum þetta eina tiltekna stefnumál. Án þess væri forsendan fyrir tilvist flokksins úr sögunni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun