Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 20:52 Sanna Magdalena Mörtudóttir er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Stöð 2/Bjarni Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan: Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan:
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13