Segir fjármálaráðuneytið hafa átt við umbeðnar upplýsingar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2023 10:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Esther Finnbogadóttur sérfræðing á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu en hún sat jafnframt í stjórn Lindarhvols sem varamaður og Sigurður Valtýsson sem hefur staðið í stappi við að toga upplýsingar um greiðslur ráðuneytisins til Íslaga sem höfðu umsýslu með störfum Lindarhvols. vísir/samsett Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar sem stendur í málaferlum við Lindarhvol og ríkið, hefur reynt að toga upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem streitist á móti sem mest það má. Sigurður vill fá að vita hversu mikið ríkið greiddi fyrirtækinu Íslög, sem er meðal annars í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem svo er verjandi Lindarhvols og ríkisins í málinu, fyrir að hafa haft umsýslu með Lindarhvoli. En það hefur gengið afar treglega. Í fyrstu var Sigurði neitað um upplýsingarnar en kærði þá niðurstöðu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚNU). Nefndin kvað upp úr um að fjármálaráðuneytinu bæri að afhenda umbeðnar upplýsingar. En þá tók ekki betra við því Sigurður segir einsýnt að einhver ónefndur innan fjármálaráðuneytisins hafi tekið sig til og strokað út hluta umbeðinna upplýsinga en reynt að gera það án þess að eftir því væri tekið. Vísir hefur tölvupóstsamskipti Sigurðar og ráðuneytisins undir höndum og verður efni þeirra rakið að hluta hér neðar. Þá þykir Sigurði það skjóta skökku við, þegar talað eru um að stjórn Lindarhvols sé alfarið andsnúin því að upplýsingar séu veittar því það sé svo að starfsemi félagsins hefur verið hætt og aðeins ein manneskja hafi með það að gera; starfsmaður fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Upplýsingar togaðar úr ráðuneytinu með töngum Sigurður segir í samtali við Vísi að það hafi tekið sig þrjár tilraunir að toga reikningana út í núverandi formi. Og enn eru upplýsingarnar ófullnægjandi. Sigurður segir að átt hafi verið við reikningana. „Það er augljóst að ráðuneytið hefur afmáð upplýsingar án þess að geta þess eða sýna það með augljósum hætti að eitthvað var afmáð. Í svari ráðuneytisins er ekkert minnst á að aðrar upplýsingar séu afmáðar svo sem lýsing á verkefninu,“ segir Sigurður. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir: „Í reikningunum sem afhentir voru kæranda voru afmáðar að hluta til upplýsingar um lýsingu á verkinu. Þá voru afmáðar upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.“ Í úrskurði ÚNU segir auk þess: „Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem Íslög ehf. hafa af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í erindi Íslaga ehf., dags. 30. nóvember 2022, breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar.“ Vísvitandi reynt að leyna því að upplýsingar hafi verið afmáðar Jafnframt segir í úrskurðinum: „Í athugasemdum kæranda, dags. 21. júní 2022, segir að ljóst sé, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi margsinnis kveðið á um, að lögaðilar sem geri samninga við hið opinbera þurfi að gera sér grein fyrir því að upplýsingar um þau viðskipti kunni að vera gerð opinber. Þá séu þær fjárhæðir sem lögmannsstofan hafi móttekið svo umfangsmiklar að þær fari langt yfir þau viðmið sem notast sé við opinber útboð. Sigurður Valtýsson segir tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita upplýsingar um Lindarhvol með hinum mestu ólíkindum, sem sé eitt, annað sé að senda frá sér upplýsingar sem átt hefur verið við og reynt að gera það með laumulegum hætti.vísir/vilhelm Í ljósi umfangsins sé augljóst að almenningur hafi mikla og ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þar á meðal einingarverð og vinnutímabil. Án þess að fá upplýsingar um einingarverð, fjölda eininga og hvenær vinnan hafi verið innt af hendi sé ógjörningur að átta sig á því með hvaða hætti sé verið að nýta almannafé í greiðslu til utanaðkomandi ráðgjafa.“ Sigurður telur að skýrara geti þetta ekki orðið. „Ekkert í samskiptum við ráðuneytið benti til að texti hafi verið afmáður af þessum reikningum og ekkert er minnst á að texti hafi verið afmáður af þessum reikningum,“ segir Sigurður. Og bætir við: „Sú staðreynd að þetta var þannig framkvæmt að ekki væri hægt að sjá að eitthvað hafi verið afmáð, bendir til þess að ráðuneytið hafi vísvitandi reynt að leyna því að upplýsingar hafi verið afmáðar af reikningunum. Þetta kemur okkur hins vegar ekkert á óvart. Allt þetta ferli hefur verið á þessa leið að toga hefur þurft allar upplýsingar út með töngum.“ Leyndin um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar Eins og fram hefur komið hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar harðneitað að afhenda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol og beitt þar neitunarvaldi sínu en allir aðrir sem í forsætisnefnd sitja hafa lýst því yfir að þeir sjái því ekkert til fyrirstöðu að greinargerðin verði afhent. Birgir er því einn um að standa í vegi fyrir því en sjálfur hefur Sigurður lýst því að honum þyki skuggalegt að greinargerðin skuli ekki liggja fyrir. Hann hefur ávallt gengið út frá því að um sé að ræða opinbert gagn. Bjarni Benediktsson lýsti því þá yfir á þinginu að hann teldi að ein og aðeins ein skýrsla væri um Lindarhvol og hann sæi ekki ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. Sigurði Þórðarsyni þykir á móti illt að mega sitja undir því sem hann flokkar sem ávirðingar í sinn garð af hálfu Skúla Eggerts Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda sem skilaði skýrslu um Lindarhvol þar sem Lindarhvoll fær skínandi einkunn. Skúli Eggert hefur látið þess getið að í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar séu að finna staðreyndavillur og missagnir og hún gæti skapað íslenska ríkinu bótaskyldu. Mikil verðmæti sem Lindarhvoll kom út Málefni Lindarhvols eru enn og aftur komin á dagskrá en Lindarhvoll er félag sem Bjarni Benediktsson þá- og núverandi fjármálaráðherra, stofnaði og hafði umsýslu, fullnustu og sölu tiltekinna verðmæta sem Seðlabanki Íslands fékk í fangið í kjölfar fjármálahruns. Meðal þeirra eigna sem fóru í umsýslu hjá Lindarhvoli ehf. eru hlutir í eftirtöldum félögum og sjóðum: ALMC eignarhaldsfélag ehf.AuÐur I fagfjárfestingasjóðurBru II Venture Capital FundDOHOPEimskip hf.Eyrir Invest hf.Internet á ÍslandiKlakki ehf.Lyfja hf.Nýi Norðurturninn ehf.Reitir hf.S Holding ehf.SAT eignarhaldsfélag hf.SCM ehf.Síminn hf. Þá mun félagið annast umsýslu skráðra skuldabréfa útgefnum af eftirtöldum aðilum:Arion banki hf.RíkissjóðurHitaveita SuðurnesjaLánasjóður sveitarfélagaÍbúðalánasjóður Mál Sigurðar og Frigusar snýr að sölu Klakka ehf, áður Exista. Ósk um sundurliðaða tímaskýrslu Óhætt er að segja að Sigurður og Frigus hafi hamast á ráðuneytinu og sýnt nokkurt þolgæði í því að reyna að toga út upplýsingar. Sendur hefur verið fjöldinn allur af fyrirspurnum og ítrekunum á þeim. Þann 20. desember sendi Frigus fyrirspurn á fjármálaráðuneytið sem stíluð er á Esther Finnbogadóttur sérfræðing á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu. Ester sat jafnframt í stjórn Lindarhvols sem varamaður. Þar er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kveðinn var upp 19. desember. „Á grundvelli úrskurðarins er vinsamlegast óskað eftir að afhent verði þau gögn sem úrskurðað var um að skyldu afhent mér f.h. Frigusar, og í því formi sem þar var áskilið,“ segir í fyrirspurninni. Og er feitletrað: „Jafnframt er óskað eftir að afhent verði afrit af reikningum, þar á meðal sundurliðuðum tímaskýrslum, vegna ráðgjafarvinnu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu desember 2021 til dagsins í dag, þ.e. til 20. desember 2022. Óskað er eftir að þau gögn verði afhent í sama formi og óskað var eftir að fyrri reikningar skyldu afhentir, þ.e. í því formi sem ÚNU kvað á um að fyrrum umbeðnar reikningar skyldu afhentir.“ Upplýsingar afmáðar með laumulegum hætti Mikil bréfaskipti eru fyrirliggjandi milli Frigusar og ráðuneytisins og Vísir hefur gluggað í þá. Ljóst er að á ýmsum stigum er Ester farin að hafa af þessu nokkra raun því í einu svarbréfa hennar má sjá: „Vísað er til gagnabeiðni ykkar ásamt ítrekunum í tölvupóstum frá 20/12, 21/12, 22/12, 28/12 2022 og 9/1, 16/1, 18/1 og 27/1 2023, þar sem beðið er um afrit af reikningum Íslaga vegna vinnu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu 1/1 2018 fram til loka janúar 2023, auk samnings ráðuneytisins við lögmannsstofuna.“ Reikningurinn sem fjármálaráðuneytið sendi Sigurði Valtýssyni. Hann óskaði sérstaklega eftir sundurliðaðri tímaskýrslu eins og tíðkast þegar lögfræðingar leggja fram reikninga en ekki sé talað um tímabil. Hér er búið að draga hring utan um þar sem Sigurður telur að búið sé að stroka út upplýsingar. Á þessum reikningi kemur fram að ráðuneytið greiddi Íslögum ríflega 5,6 milljónir króna.skjáskot Esther sendi umbeðna reikninga til Frigusar en þó án tímaskýrslu. Andrea Olsen ritar Esther bréf fyrir hönd Frigusar 15. febrúar og ítrekar fyrirspurnina. Til upprifjunar var óskað eftir eftirfarandi gögnum: „Afrit af öllum reikningum, þ. á m. sundurliðuðum tímaskýrslum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á ákveðnu tímabili“. Það er augljóst m.v. orðanna hljóðan að óskað var eftir reikningunum í heild sinni og svo öðrum gögnum til viðbótar.“ Minnt er á að í úrskurði ÚNU sé ekki fallist á röksemdafærslu ráðuneytisins og því gert skylt að afhenda umbeðna reikninga án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og fjölda (einingaverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. var innt af hendi. „Nú hefur hins vegar komið í ljós að búið er að afmá aðrar upplýsingar af umbeðnum reikningum. […] Það er óskiljanlegt hvernig ráðuneytið getur leyft sér þessi vinnubrögð enn og aftur, með undarlegum túlkunum sem verða til þess að við þurfum að standa í þessum áframhaldandi samskiptum,“ segir í bréfi Frigusar og er enn og aftur ítrekuð ósk um að reikningarnir verði sendir „án tafar án þess að nokkuð hafi verið afmáð þannig að við þurfum ekki að kæra eina ferðina enn til ÚNU.“ Hver afmáði upplýsingarnar? Áður hafði Sigurður skrifað af þessu sama tilefni tölvupóst sem stílaður er á Esther eða 16. janúar þar sem hann furðar sig á afgreiðslu fjármálaráðuneytisins. „Þrátt fyrir að úrskurður ÚNU er nokkuð skýr og einfaldur þá hefur núna komið í ljós að einhver starfsmaður ráðuneytisins hefur lagst í það að afmá upplýsingar sem ÚNU úrskurðaði að ættu að vera opinberar. Gögnin sem þú sendir í desember eru því alls ekki í samræmi við úrskurð ÚNU eins og þú ranglega heldur fram í tölvupóstinum þínum. Það hefur sem sagt einhver lagst það lágt að fara aftur í frumritið en samt afmá upplýsingar sem ÚNU segir í örfáum úrskurðarorðum að eigi að birta. Afstaða og gjörðir Lindarhvols og ráðuneytisins fara að verða sérstakt rannsóknarefni,“ segir í bréfi Sigurðar. Hann fer fram á að reikningar Íslaga verði sendir þegar og einfalt ætti að verða við þeirri beiðni, þó þeir séu til í að minnsta kosti þremur útfærslum í skjalakerfi ráðuneytisins. Hann óskar eftir upprunalega eintakinu. „Einnig er óskað er eftir að það verði upplýst hvaða starfsmaður afmáði upplýsingarnar, þvert á úrskurð ÚNU?“ Esther svarar þessu bréfi næsta dag og segir reikninga senda í samræmi við kæru og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Áður höfðu umræddir reikningar verið sendir án upplýsinga um tímagjald og afslátt auk upplýsinga um hvenær vinnan var innt af hendi. Einnig hafði þegar verið upplýst um að tímaskýrslur væru ekki fyrirliggjandi. Að afgreiðslu málsins komu nokkrir starfsmenn ráðuneytisins; Sigurður H. Helgason, Haraldur Steinþórsson, Elva Sverrisdóttir, Esther Finnbogadóttir, Ólöf Stefánsdóttir,“ skrifar Esther með kveðju. „Þakka svarið frá þér þótt það sé efnislega enn rangt.“ Enn eina ferðina telur Sigurður sig ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar. „Sæl Esther. Þakka svarið frá þér þótt það sé efnislega enn rangt.“ Sá einstaklingur sem fer með málefni Lindarhvols nú, eftir aðstarfsminni var slitið, er varamaður úr stjórn, starfsmaður fjármálaráðuneytisins: Esther Finnbogadóttur sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta.vísir/vilhelm Hann rifjar upp úrskurðarorð ÚNU enn og aftur. „Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., þá reikninga sem […] voru afhentir hinn 22. apríl 2022, án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og -fjölda (einingarverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. samkvæmt reikningunum var innt af hendi.“ Sigurður segir að þeir reikningar sem Esther sendi uppfylli ekki ákvæði úrskurðarins „þar sem búið var að afmá upplýsingar sem ÚNU sagði að þið ættuð að upplýsa, en það varðar tímabil vinnunnar. Hvenær vinnan samkvæmt reikningun var innt af hendi. Vinsamlegast sendið reikningana tafarlaust í samræmi við úrskurðarorð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Dómsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. 8. febrúar 2023 11:59 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Sigurður vill fá að vita hversu mikið ríkið greiddi fyrirtækinu Íslög, sem er meðal annars í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem svo er verjandi Lindarhvols og ríkisins í málinu, fyrir að hafa haft umsýslu með Lindarhvoli. En það hefur gengið afar treglega. Í fyrstu var Sigurði neitað um upplýsingarnar en kærði þá niðurstöðu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚNU). Nefndin kvað upp úr um að fjármálaráðuneytinu bæri að afhenda umbeðnar upplýsingar. En þá tók ekki betra við því Sigurður segir einsýnt að einhver ónefndur innan fjármálaráðuneytisins hafi tekið sig til og strokað út hluta umbeðinna upplýsinga en reynt að gera það án þess að eftir því væri tekið. Vísir hefur tölvupóstsamskipti Sigurðar og ráðuneytisins undir höndum og verður efni þeirra rakið að hluta hér neðar. Þá þykir Sigurði það skjóta skökku við, þegar talað eru um að stjórn Lindarhvols sé alfarið andsnúin því að upplýsingar séu veittar því það sé svo að starfsemi félagsins hefur verið hætt og aðeins ein manneskja hafi með það að gera; starfsmaður fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Upplýsingar togaðar úr ráðuneytinu með töngum Sigurður segir í samtali við Vísi að það hafi tekið sig þrjár tilraunir að toga reikningana út í núverandi formi. Og enn eru upplýsingarnar ófullnægjandi. Sigurður segir að átt hafi verið við reikningana. „Það er augljóst að ráðuneytið hefur afmáð upplýsingar án þess að geta þess eða sýna það með augljósum hætti að eitthvað var afmáð. Í svari ráðuneytisins er ekkert minnst á að aðrar upplýsingar séu afmáðar svo sem lýsing á verkefninu,“ segir Sigurður. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir: „Í reikningunum sem afhentir voru kæranda voru afmáðar að hluta til upplýsingar um lýsingu á verkinu. Þá voru afmáðar upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.“ Í úrskurði ÚNU segir auk þess: „Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem Íslög ehf. hafa af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í erindi Íslaga ehf., dags. 30. nóvember 2022, breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar.“ Vísvitandi reynt að leyna því að upplýsingar hafi verið afmáðar Jafnframt segir í úrskurðinum: „Í athugasemdum kæranda, dags. 21. júní 2022, segir að ljóst sé, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi margsinnis kveðið á um, að lögaðilar sem geri samninga við hið opinbera þurfi að gera sér grein fyrir því að upplýsingar um þau viðskipti kunni að vera gerð opinber. Þá séu þær fjárhæðir sem lögmannsstofan hafi móttekið svo umfangsmiklar að þær fari langt yfir þau viðmið sem notast sé við opinber útboð. Sigurður Valtýsson segir tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita upplýsingar um Lindarhvol með hinum mestu ólíkindum, sem sé eitt, annað sé að senda frá sér upplýsingar sem átt hefur verið við og reynt að gera það með laumulegum hætti.vísir/vilhelm Í ljósi umfangsins sé augljóst að almenningur hafi mikla og ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þar á meðal einingarverð og vinnutímabil. Án þess að fá upplýsingar um einingarverð, fjölda eininga og hvenær vinnan hafi verið innt af hendi sé ógjörningur að átta sig á því með hvaða hætti sé verið að nýta almannafé í greiðslu til utanaðkomandi ráðgjafa.“ Sigurður telur að skýrara geti þetta ekki orðið. „Ekkert í samskiptum við ráðuneytið benti til að texti hafi verið afmáður af þessum reikningum og ekkert er minnst á að texti hafi verið afmáður af þessum reikningum,“ segir Sigurður. Og bætir við: „Sú staðreynd að þetta var þannig framkvæmt að ekki væri hægt að sjá að eitthvað hafi verið afmáð, bendir til þess að ráðuneytið hafi vísvitandi reynt að leyna því að upplýsingar hafi verið afmáðar af reikningunum. Þetta kemur okkur hins vegar ekkert á óvart. Allt þetta ferli hefur verið á þessa leið að toga hefur þurft allar upplýsingar út með töngum.“ Leyndin um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar Eins og fram hefur komið hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar harðneitað að afhenda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol og beitt þar neitunarvaldi sínu en allir aðrir sem í forsætisnefnd sitja hafa lýst því yfir að þeir sjái því ekkert til fyrirstöðu að greinargerðin verði afhent. Birgir er því einn um að standa í vegi fyrir því en sjálfur hefur Sigurður lýst því að honum þyki skuggalegt að greinargerðin skuli ekki liggja fyrir. Hann hefur ávallt gengið út frá því að um sé að ræða opinbert gagn. Bjarni Benediktsson lýsti því þá yfir á þinginu að hann teldi að ein og aðeins ein skýrsla væri um Lindarhvol og hann sæi ekki ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. Sigurði Þórðarsyni þykir á móti illt að mega sitja undir því sem hann flokkar sem ávirðingar í sinn garð af hálfu Skúla Eggerts Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda sem skilaði skýrslu um Lindarhvol þar sem Lindarhvoll fær skínandi einkunn. Skúli Eggert hefur látið þess getið að í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar séu að finna staðreyndavillur og missagnir og hún gæti skapað íslenska ríkinu bótaskyldu. Mikil verðmæti sem Lindarhvoll kom út Málefni Lindarhvols eru enn og aftur komin á dagskrá en Lindarhvoll er félag sem Bjarni Benediktsson þá- og núverandi fjármálaráðherra, stofnaði og hafði umsýslu, fullnustu og sölu tiltekinna verðmæta sem Seðlabanki Íslands fékk í fangið í kjölfar fjármálahruns. Meðal þeirra eigna sem fóru í umsýslu hjá Lindarhvoli ehf. eru hlutir í eftirtöldum félögum og sjóðum: ALMC eignarhaldsfélag ehf.AuÐur I fagfjárfestingasjóðurBru II Venture Capital FundDOHOPEimskip hf.Eyrir Invest hf.Internet á ÍslandiKlakki ehf.Lyfja hf.Nýi Norðurturninn ehf.Reitir hf.S Holding ehf.SAT eignarhaldsfélag hf.SCM ehf.Síminn hf. Þá mun félagið annast umsýslu skráðra skuldabréfa útgefnum af eftirtöldum aðilum:Arion banki hf.RíkissjóðurHitaveita SuðurnesjaLánasjóður sveitarfélagaÍbúðalánasjóður Mál Sigurðar og Frigusar snýr að sölu Klakka ehf, áður Exista. Ósk um sundurliðaða tímaskýrslu Óhætt er að segja að Sigurður og Frigus hafi hamast á ráðuneytinu og sýnt nokkurt þolgæði í því að reyna að toga út upplýsingar. Sendur hefur verið fjöldinn allur af fyrirspurnum og ítrekunum á þeim. Þann 20. desember sendi Frigus fyrirspurn á fjármálaráðuneytið sem stíluð er á Esther Finnbogadóttur sérfræðing á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu. Ester sat jafnframt í stjórn Lindarhvols sem varamaður. Þar er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kveðinn var upp 19. desember. „Á grundvelli úrskurðarins er vinsamlegast óskað eftir að afhent verði þau gögn sem úrskurðað var um að skyldu afhent mér f.h. Frigusar, og í því formi sem þar var áskilið,“ segir í fyrirspurninni. Og er feitletrað: „Jafnframt er óskað eftir að afhent verði afrit af reikningum, þar á meðal sundurliðuðum tímaskýrslum, vegna ráðgjafarvinnu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu desember 2021 til dagsins í dag, þ.e. til 20. desember 2022. Óskað er eftir að þau gögn verði afhent í sama formi og óskað var eftir að fyrri reikningar skyldu afhentir, þ.e. í því formi sem ÚNU kvað á um að fyrrum umbeðnar reikningar skyldu afhentir.“ Upplýsingar afmáðar með laumulegum hætti Mikil bréfaskipti eru fyrirliggjandi milli Frigusar og ráðuneytisins og Vísir hefur gluggað í þá. Ljóst er að á ýmsum stigum er Ester farin að hafa af þessu nokkra raun því í einu svarbréfa hennar má sjá: „Vísað er til gagnabeiðni ykkar ásamt ítrekunum í tölvupóstum frá 20/12, 21/12, 22/12, 28/12 2022 og 9/1, 16/1, 18/1 og 27/1 2023, þar sem beðið er um afrit af reikningum Íslaga vegna vinnu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu 1/1 2018 fram til loka janúar 2023, auk samnings ráðuneytisins við lögmannsstofuna.“ Reikningurinn sem fjármálaráðuneytið sendi Sigurði Valtýssyni. Hann óskaði sérstaklega eftir sundurliðaðri tímaskýrslu eins og tíðkast þegar lögfræðingar leggja fram reikninga en ekki sé talað um tímabil. Hér er búið að draga hring utan um þar sem Sigurður telur að búið sé að stroka út upplýsingar. Á þessum reikningi kemur fram að ráðuneytið greiddi Íslögum ríflega 5,6 milljónir króna.skjáskot Esther sendi umbeðna reikninga til Frigusar en þó án tímaskýrslu. Andrea Olsen ritar Esther bréf fyrir hönd Frigusar 15. febrúar og ítrekar fyrirspurnina. Til upprifjunar var óskað eftir eftirfarandi gögnum: „Afrit af öllum reikningum, þ. á m. sundurliðuðum tímaskýrslum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á ákveðnu tímabili“. Það er augljóst m.v. orðanna hljóðan að óskað var eftir reikningunum í heild sinni og svo öðrum gögnum til viðbótar.“ Minnt er á að í úrskurði ÚNU sé ekki fallist á röksemdafærslu ráðuneytisins og því gert skylt að afhenda umbeðna reikninga án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og fjölda (einingaverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. var innt af hendi. „Nú hefur hins vegar komið í ljós að búið er að afmá aðrar upplýsingar af umbeðnum reikningum. […] Það er óskiljanlegt hvernig ráðuneytið getur leyft sér þessi vinnubrögð enn og aftur, með undarlegum túlkunum sem verða til þess að við þurfum að standa í þessum áframhaldandi samskiptum,“ segir í bréfi Frigusar og er enn og aftur ítrekuð ósk um að reikningarnir verði sendir „án tafar án þess að nokkuð hafi verið afmáð þannig að við þurfum ekki að kæra eina ferðina enn til ÚNU.“ Hver afmáði upplýsingarnar? Áður hafði Sigurður skrifað af þessu sama tilefni tölvupóst sem stílaður er á Esther eða 16. janúar þar sem hann furðar sig á afgreiðslu fjármálaráðuneytisins. „Þrátt fyrir að úrskurður ÚNU er nokkuð skýr og einfaldur þá hefur núna komið í ljós að einhver starfsmaður ráðuneytisins hefur lagst í það að afmá upplýsingar sem ÚNU úrskurðaði að ættu að vera opinberar. Gögnin sem þú sendir í desember eru því alls ekki í samræmi við úrskurð ÚNU eins og þú ranglega heldur fram í tölvupóstinum þínum. Það hefur sem sagt einhver lagst það lágt að fara aftur í frumritið en samt afmá upplýsingar sem ÚNU segir í örfáum úrskurðarorðum að eigi að birta. Afstaða og gjörðir Lindarhvols og ráðuneytisins fara að verða sérstakt rannsóknarefni,“ segir í bréfi Sigurðar. Hann fer fram á að reikningar Íslaga verði sendir þegar og einfalt ætti að verða við þeirri beiðni, þó þeir séu til í að minnsta kosti þremur útfærslum í skjalakerfi ráðuneytisins. Hann óskar eftir upprunalega eintakinu. „Einnig er óskað er eftir að það verði upplýst hvaða starfsmaður afmáði upplýsingarnar, þvert á úrskurð ÚNU?“ Esther svarar þessu bréfi næsta dag og segir reikninga senda í samræmi við kæru og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Áður höfðu umræddir reikningar verið sendir án upplýsinga um tímagjald og afslátt auk upplýsinga um hvenær vinnan var innt af hendi. Einnig hafði þegar verið upplýst um að tímaskýrslur væru ekki fyrirliggjandi. Að afgreiðslu málsins komu nokkrir starfsmenn ráðuneytisins; Sigurður H. Helgason, Haraldur Steinþórsson, Elva Sverrisdóttir, Esther Finnbogadóttir, Ólöf Stefánsdóttir,“ skrifar Esther með kveðju. „Þakka svarið frá þér þótt það sé efnislega enn rangt.“ Enn eina ferðina telur Sigurður sig ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar. „Sæl Esther. Þakka svarið frá þér þótt það sé efnislega enn rangt.“ Sá einstaklingur sem fer með málefni Lindarhvols nú, eftir aðstarfsminni var slitið, er varamaður úr stjórn, starfsmaður fjármálaráðuneytisins: Esther Finnbogadóttur sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta.vísir/vilhelm Hann rifjar upp úrskurðarorð ÚNU enn og aftur. „Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., þá reikninga sem […] voru afhentir hinn 22. apríl 2022, án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og -fjölda (einingarverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. samkvæmt reikningunum var innt af hendi.“ Sigurður segir að þeir reikningar sem Esther sendi uppfylli ekki ákvæði úrskurðarins „þar sem búið var að afmá upplýsingar sem ÚNU sagði að þið ættuð að upplýsa, en það varðar tímabil vinnunnar. Hvenær vinnan samkvæmt reikningun var innt af hendi. Vinsamlegast sendið reikningana tafarlaust í samræmi við úrskurðarorð.“
Meðal þeirra eigna sem fóru í umsýslu hjá Lindarhvoli ehf. eru hlutir í eftirtöldum félögum og sjóðum: ALMC eignarhaldsfélag ehf.AuÐur I fagfjárfestingasjóðurBru II Venture Capital FundDOHOPEimskip hf.Eyrir Invest hf.Internet á ÍslandiKlakki ehf.Lyfja hf.Nýi Norðurturninn ehf.Reitir hf.S Holding ehf.SAT eignarhaldsfélag hf.SCM ehf.Síminn hf. Þá mun félagið annast umsýslu skráðra skuldabréfa útgefnum af eftirtöldum aðilum:Arion banki hf.RíkissjóðurHitaveita SuðurnesjaLánasjóður sveitarfélagaÍbúðalánasjóður
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Dómsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. 8. febrúar 2023 11:59 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01
Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. 8. febrúar 2023 11:59
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35