Staðfesta að hin látna er Bulley Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 17:53 Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn. Lögreglan í Lancashire Lík sem fannst í ánni Wyre í Lancashire á Englandi í gær er lík Nicola Bulley, tveggja barna móður sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. Lögreglan í Lancashire staðfesti fyrir skömmu að líkið sem fannst í gær væri af Bulley. Líkið var fiskað upp úr ánni í gær eftir miklar aðgerðir lögreglu á svæðinu þar sem síðast hafði spurst af Bulley. Þyrla og drónar voru notaðir til að kemba ánna eftir að fólk á göngu gerði lögreglu viðvart um að þeir hefðu séð til líks, að því er segir í frétt The Guardian um málið. Bulley hafði verið leitað logandi ljósi eftir að hún hvarf sporlaust eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn þann 27. janúar síðastliðinn. Til hennar sást til Bulley í grennd við ánna klukkan níu að morgni þann dag. Einungis um 25 mínútum eftir að það sást til hennar fannst síminn hennar á bekk við árbakkann. Þá var ólin og taumurinn af hundinum á jörðinni við hliðina á bekknum. Skömmu áður en hún hvarf sporlaust hafði hún skráð sig inn á Teams-fund í símanum. Hún var enn skráð á fundinn þegar síminn fannst. Lögreglan gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum Síðastliðinn miðvikudag hélt lögreglan blaðamannafund í tengslum við leitina að Bulley. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um móðurina á fundinum. Þar kom fram að hún ætti við áfengismál að stríða og væri komin með snemmbúin tíðahvörf. Penny Mordaunt, forseti neðri deildar breska þingsins, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt lögregluna fyrir þetta. „Það fyrsta sem ég hugsaði um var fjölskyldan hennar. Það er nógu erfitt þegar ástvinur týnist,“ sagði Mordaunt á BBC í gær. Bretland England Tengdar fréttir Fundu lík þar sem Bulley hvarf Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. 19. febrúar 2023 14:58 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Lögreglan í Lancashire staðfesti fyrir skömmu að líkið sem fannst í gær væri af Bulley. Líkið var fiskað upp úr ánni í gær eftir miklar aðgerðir lögreglu á svæðinu þar sem síðast hafði spurst af Bulley. Þyrla og drónar voru notaðir til að kemba ánna eftir að fólk á göngu gerði lögreglu viðvart um að þeir hefðu séð til líks, að því er segir í frétt The Guardian um málið. Bulley hafði verið leitað logandi ljósi eftir að hún hvarf sporlaust eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn þann 27. janúar síðastliðinn. Til hennar sást til Bulley í grennd við ánna klukkan níu að morgni þann dag. Einungis um 25 mínútum eftir að það sást til hennar fannst síminn hennar á bekk við árbakkann. Þá var ólin og taumurinn af hundinum á jörðinni við hliðina á bekknum. Skömmu áður en hún hvarf sporlaust hafði hún skráð sig inn á Teams-fund í símanum. Hún var enn skráð á fundinn þegar síminn fannst. Lögreglan gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum Síðastliðinn miðvikudag hélt lögreglan blaðamannafund í tengslum við leitina að Bulley. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um móðurina á fundinum. Þar kom fram að hún ætti við áfengismál að stríða og væri komin með snemmbúin tíðahvörf. Penny Mordaunt, forseti neðri deildar breska þingsins, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt lögregluna fyrir þetta. „Það fyrsta sem ég hugsaði um var fjölskyldan hennar. Það er nógu erfitt þegar ástvinur týnist,“ sagði Mordaunt á BBC í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Fundu lík þar sem Bulley hvarf Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. 19. febrúar 2023 14:58 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fundu lík þar sem Bulley hvarf Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn. 19. febrúar 2023 14:58