Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2023 18:30 Donni mun að öllum líkindum spila gegn Val á Hlíðarenda annað kvöld. Vísir/Vilhelm Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. Hinn 25 ára gamli Kristján Örn var hluti af íslenska landsliðshópnum sem fór á HM í Svíþjóð í janúar. Má segja að hann hafi nýtt mínútur sínar vel þegar hann fékk að spila og vakti það í raun athygli að hann hafi ekki spilað meira en raun bar vitni. Eftir fína frammistöðu í Svíþjóð hélt Donni aftur til Frakklands þar sem hann leikur með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur Donni einnig spilað vel og er með markahærri mönnum deildarinnar. Ásamt því að sitja í 7. sæti frönsku deildarinnar þá er PAUC í Evrópudeildinni. Þar er liðið í sama riðli og Íslandsmeistarar Vals. Liðin mætast á Hlíðarenda annað kvöld í leik sem gæti skipt skorið úr um hvort liðið fer áfram og hvort situr eftir. Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, greindi frá því á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu að líklega verði Donni með PAUC þar sem hann hafi æft með liðinu í dag. Skjótt skipast veður í lofti. Kristján Örn Kristjánsson, Donni mættur aftur til leiks á æfingu með PAUC eftir kulnun & það lítur allt út fyrir hann verði með liðinu annað kvöld gegn Val. Nú er bara að fylla Origo á morgun. Úrslitaleikur. Einar. https://t.co/qCC4Q33dWY #Handkastið pic.twitter.com/EoHW76BzTj— Arnar Daði (@arnardadi) February 20, 2023 Reikna má með hörkuleik að Hlíðarenda á morgun en liðin sem þar mætast sitja í 3. og 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Valur er með sjö stig á meðan Donni og félagar eru með sex stig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.15. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Kristján Örn var hluti af íslenska landsliðshópnum sem fór á HM í Svíþjóð í janúar. Má segja að hann hafi nýtt mínútur sínar vel þegar hann fékk að spila og vakti það í raun athygli að hann hafi ekki spilað meira en raun bar vitni. Eftir fína frammistöðu í Svíþjóð hélt Donni aftur til Frakklands þar sem hann leikur með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur Donni einnig spilað vel og er með markahærri mönnum deildarinnar. Ásamt því að sitja í 7. sæti frönsku deildarinnar þá er PAUC í Evrópudeildinni. Þar er liðið í sama riðli og Íslandsmeistarar Vals. Liðin mætast á Hlíðarenda annað kvöld í leik sem gæti skipt skorið úr um hvort liðið fer áfram og hvort situr eftir. Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, greindi frá því á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu að líklega verði Donni með PAUC þar sem hann hafi æft með liðinu í dag. Skjótt skipast veður í lofti. Kristján Örn Kristjánsson, Donni mættur aftur til leiks á æfingu með PAUC eftir kulnun & það lítur allt út fyrir hann verði með liðinu annað kvöld gegn Val. Nú er bara að fylla Origo á morgun. Úrslitaleikur. Einar. https://t.co/qCC4Q33dWY #Handkastið pic.twitter.com/EoHW76BzTj— Arnar Daði (@arnardadi) February 20, 2023 Reikna má með hörkuleik að Hlíðarenda á morgun en liðin sem þar mætast sitja í 3. og 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Valur er með sjö stig á meðan Donni og félagar eru með sex stig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.15.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira