Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2023 18:30 Donni mun að öllum líkindum spila gegn Val á Hlíðarenda annað kvöld. Vísir/Vilhelm Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. Hinn 25 ára gamli Kristján Örn var hluti af íslenska landsliðshópnum sem fór á HM í Svíþjóð í janúar. Má segja að hann hafi nýtt mínútur sínar vel þegar hann fékk að spila og vakti það í raun athygli að hann hafi ekki spilað meira en raun bar vitni. Eftir fína frammistöðu í Svíþjóð hélt Donni aftur til Frakklands þar sem hann leikur með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur Donni einnig spilað vel og er með markahærri mönnum deildarinnar. Ásamt því að sitja í 7. sæti frönsku deildarinnar þá er PAUC í Evrópudeildinni. Þar er liðið í sama riðli og Íslandsmeistarar Vals. Liðin mætast á Hlíðarenda annað kvöld í leik sem gæti skipt skorið úr um hvort liðið fer áfram og hvort situr eftir. Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, greindi frá því á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu að líklega verði Donni með PAUC þar sem hann hafi æft með liðinu í dag. Skjótt skipast veður í lofti. Kristján Örn Kristjánsson, Donni mættur aftur til leiks á æfingu með PAUC eftir kulnun & það lítur allt út fyrir hann verði með liðinu annað kvöld gegn Val. Nú er bara að fylla Origo á morgun. Úrslitaleikur. Einar. https://t.co/qCC4Q33dWY #Handkastið pic.twitter.com/EoHW76BzTj— Arnar Daði (@arnardadi) February 20, 2023 Reikna má með hörkuleik að Hlíðarenda á morgun en liðin sem þar mætast sitja í 3. og 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Valur er með sjö stig á meðan Donni og félagar eru með sex stig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.15. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Kristján Örn var hluti af íslenska landsliðshópnum sem fór á HM í Svíþjóð í janúar. Má segja að hann hafi nýtt mínútur sínar vel þegar hann fékk að spila og vakti það í raun athygli að hann hafi ekki spilað meira en raun bar vitni. Eftir fína frammistöðu í Svíþjóð hélt Donni aftur til Frakklands þar sem hann leikur með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur Donni einnig spilað vel og er með markahærri mönnum deildarinnar. Ásamt því að sitja í 7. sæti frönsku deildarinnar þá er PAUC í Evrópudeildinni. Þar er liðið í sama riðli og Íslandsmeistarar Vals. Liðin mætast á Hlíðarenda annað kvöld í leik sem gæti skipt skorið úr um hvort liðið fer áfram og hvort situr eftir. Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, greindi frá því á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu að líklega verði Donni með PAUC þar sem hann hafi æft með liðinu í dag. Skjótt skipast veður í lofti. Kristján Örn Kristjánsson, Donni mættur aftur til leiks á æfingu með PAUC eftir kulnun & það lítur allt út fyrir hann verði með liðinu annað kvöld gegn Val. Nú er bara að fylla Origo á morgun. Úrslitaleikur. Einar. https://t.co/qCC4Q33dWY #Handkastið pic.twitter.com/EoHW76BzTj— Arnar Daði (@arnardadi) February 20, 2023 Reikna má með hörkuleik að Hlíðarenda á morgun en liðin sem þar mætast sitja í 3. og 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Valur er með sjö stig á meðan Donni og félagar eru með sex stig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.15.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira