Forseti spænsku deildarinnar vill að forseti Barcelona segi af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 12:30 Javier Tebas, forseti La Liga. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Þó það gangi loks vel innan vallar hjá Barcelona þá hefur enn einn skandallinn bankað upp á. Hefur Javier Tebas, forseti La Liga, sagt opinberlega að Joan Laporta, forseti Barcelona, ætti að segja af sér. Þannig er mál með vexti að nýverið komst í fréttirnar að Barcelona hefði greitt fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira allt að 1,4 milljónir evra [217 milljónir íslenskra króna] frá árunum 2016 til 2018. Téður José María var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar. Loks þegar Börsungar virtust vera að finna taktinn innan vallar eftir döpur misseri þá kemur þetta mál upp á yfirborðið. La Liga, spænska úrvalsdeildin, getur ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu vegna regluverks spænskrar knattspyrnu en Tebas vill einfaldlega að Laporta segi af sér nema forseti Börsunga geti útskýrt þessar 33 greiðslur upp á 217 milljónir íslenskra króna. Hann tekur fram að hann sé búinn að hafa samband við ríkissaksóknara og mun heyra bæði í UEFA og FIFA sé þess þörf. Þá sló Tebas því upp að mögulega væri um að ræða alvarlegra mál heldur en það sem Juventus er að glíma við á Ítalíu. Voru 15 stig dregin af Juventus á dögunum. Barcelona sjálft hefur hafið rannsókn á málinu en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta úr því. Tebas hefur að sama skapi sagt að Barcelona fái ekki að rannsaka málið eitt og óstudd. Á meðan sú rannsókn fer fram halda lærisveinar Xavi áfram að reyna endurheimta spænska meistaratitilinn en liðið er sem stendur á toppi La Liga. Joan Laporta, forseti Barcelona.EPA-EFE/Alejandro Garcia Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Þannig er mál með vexti að nýverið komst í fréttirnar að Barcelona hefði greitt fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira allt að 1,4 milljónir evra [217 milljónir íslenskra króna] frá árunum 2016 til 2018. Téður José María var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar. Loks þegar Börsungar virtust vera að finna taktinn innan vallar eftir döpur misseri þá kemur þetta mál upp á yfirborðið. La Liga, spænska úrvalsdeildin, getur ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu vegna regluverks spænskrar knattspyrnu en Tebas vill einfaldlega að Laporta segi af sér nema forseti Börsunga geti útskýrt þessar 33 greiðslur upp á 217 milljónir íslenskra króna. Hann tekur fram að hann sé búinn að hafa samband við ríkissaksóknara og mun heyra bæði í UEFA og FIFA sé þess þörf. Þá sló Tebas því upp að mögulega væri um að ræða alvarlegra mál heldur en það sem Juventus er að glíma við á Ítalíu. Voru 15 stig dregin af Juventus á dögunum. Barcelona sjálft hefur hafið rannsókn á málinu en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta úr því. Tebas hefur að sama skapi sagt að Barcelona fái ekki að rannsaka málið eitt og óstudd. Á meðan sú rannsókn fer fram halda lærisveinar Xavi áfram að reyna endurheimta spænska meistaratitilinn en liðið er sem stendur á toppi La Liga. Joan Laporta, forseti Barcelona.EPA-EFE/Alejandro Garcia
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira