Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Atli Ísleifsson, Kristín Ólafsdóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 22. febrúar 2023 09:11 Breska leikkonan Hannah Waddingham, sem þekkt er úr þáttunum Ted Lasso, er í hópi kynnanna á Eurovision. EPA Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. Þríeykið mun kynna undanúrslitakvöldin tvö sem fram fara 9. og 11. maí næstkomandi. Írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætist í hópinn á úrslitakvöldinu, laugardaginn 13. maí. Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu þann 11. maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið á fyrri hluta kvöldsins. Framlagið verður valið í Söngvakeppni sjónvarpsins laugardaginn 4. mars. Introducing Liverpool s new Fab Four Your #Eurovision2023 hosts are: Graham Norton Hannah Waddingham Julia Sanina Alesha DixonRead all about them here: https://t.co/bAKRjTrTnL pic.twitter.com/tzCiMWPHUh— Eurovision Song Contest (@Eurovision) February 22, 2023 Ted Lasso, Game of Thrones og Sex Education Hanna Waddingham er í dag hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Welton í þáttunum Ted Lasso. Waddingham vann Emmy-verðlaun fyrir það hlutverk árið 2021. Eflaust kannast einhverjir aðdáendur Netflix-þáttanna Sex Education einnig við Waddingham þar sem hún leikur Sofia Marchetti, aðra af mæðrum sundkappans Jackson, í þáttunum. Glöggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna gætu einnig kannast við leikkonuna. Henni bregður fyrir í alls átta þáttum sem nunnan Septa Unella. Minnistæðasta senan hennar er líklega þegar hún hringir bjöllu og kallar „shame!“ á eftir Cersei Lannister. Tónlistarkona og dómari Alesha Dixon skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin sem einn meðlima þríeykisins Mis-Teeq. Þegar meðlimir Mis-Teeq héldu hver í sína áttina hóf Dixon sólóferil. Ferillinn gekk ekki alveg upp eins og í sögu til að byrja með en með tímanum fóru hjólin hjá henni að snúast. Alesha Dixon.Getty/Karwai Tang Árið 2007 kom hún, sá og sigraði raunveruleikadansþáttinn Strictly Come Dancing. Í kjölfarið fékk hún plötusamninga og komst á vinsældarlista, bæði í Evrópu og í Ástralíu. Árið 2009 var hún svo dómari í raunveruleikaþáttunum sem hún hafði sigrað tveimur árum áður. Hún yfirgaf raunveruleikaþættina til að sitja í dómnefndinni í enn vinsælli þáttum, Britain's Got Talent. Síðan þá hefur hún verið dómari í Australia's Got Talent og America's Got Talent: The Champions. Hún var einnig gestadómari í einum þætti af RuPaul's Drag Race UK. Halda ekki keppnina en eru með kynni Bretar eru í hlutverki gestgjafa í ár þrátt fyrir úkraínskan sigur í fyrra. Þeir síðarnefndu gáfu keppnina frá sér vegna innrásar Rússa inn í landið. Þó svo að Úkraína geti ekki haldið keppnina verður samt einn af kynnunum frá þeim, Julia Sanina. Julia Sanina á tónleikum The Hardkiss.Getty/Alexandr Gusev Sanina er söngkona í úkraínsku rokkhljómsveitinni The Hardkiss. Hljómsveitin hefur náð ágætum árangri, sérstaklega í heimalandinu þar sem hún hefur unnið nokkur verðlaun. Líkt og Dixon þá hefur Sanina einnig setið í dómarasætinu. Árið 2016 varð hún einn af fjórum dómurum í úkraínsku útgáfunni af X-Factor. Líkti Elísabetu við prinsessu Sem fyrr segir mun írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætast í hópinn á úrslitakvöldinu. Norton er líklegast sá sem þekkir Eurovision hvað best. Hann hefur lýst keppninni í Bretlandi síðan árið 2009 og er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar. Graham Norton er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar.Getty/David M. Benett Þá vakti það nokkra athygli hér á landi þegar hann líkti Elísabetu Eyþórsdóttur, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu í fyrra, við bresku prinsessuna Beatrice. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin, flott hjá henni að láta sjá sig,“ sagði Norton þegar Systur fluttu lagið sitt í Ítalíu í fyrra. Eurovision Bretland England Hollywood Tengdar fréttir Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Þríeykið mun kynna undanúrslitakvöldin tvö sem fram fara 9. og 11. maí næstkomandi. Írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætist í hópinn á úrslitakvöldinu, laugardaginn 13. maí. Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu þann 11. maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið á fyrri hluta kvöldsins. Framlagið verður valið í Söngvakeppni sjónvarpsins laugardaginn 4. mars. Introducing Liverpool s new Fab Four Your #Eurovision2023 hosts are: Graham Norton Hannah Waddingham Julia Sanina Alesha DixonRead all about them here: https://t.co/bAKRjTrTnL pic.twitter.com/tzCiMWPHUh— Eurovision Song Contest (@Eurovision) February 22, 2023 Ted Lasso, Game of Thrones og Sex Education Hanna Waddingham er í dag hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Welton í þáttunum Ted Lasso. Waddingham vann Emmy-verðlaun fyrir það hlutverk árið 2021. Eflaust kannast einhverjir aðdáendur Netflix-þáttanna Sex Education einnig við Waddingham þar sem hún leikur Sofia Marchetti, aðra af mæðrum sundkappans Jackson, í þáttunum. Glöggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna gætu einnig kannast við leikkonuna. Henni bregður fyrir í alls átta þáttum sem nunnan Septa Unella. Minnistæðasta senan hennar er líklega þegar hún hringir bjöllu og kallar „shame!“ á eftir Cersei Lannister. Tónlistarkona og dómari Alesha Dixon skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin sem einn meðlima þríeykisins Mis-Teeq. Þegar meðlimir Mis-Teeq héldu hver í sína áttina hóf Dixon sólóferil. Ferillinn gekk ekki alveg upp eins og í sögu til að byrja með en með tímanum fóru hjólin hjá henni að snúast. Alesha Dixon.Getty/Karwai Tang Árið 2007 kom hún, sá og sigraði raunveruleikadansþáttinn Strictly Come Dancing. Í kjölfarið fékk hún plötusamninga og komst á vinsældarlista, bæði í Evrópu og í Ástralíu. Árið 2009 var hún svo dómari í raunveruleikaþáttunum sem hún hafði sigrað tveimur árum áður. Hún yfirgaf raunveruleikaþættina til að sitja í dómnefndinni í enn vinsælli þáttum, Britain's Got Talent. Síðan þá hefur hún verið dómari í Australia's Got Talent og America's Got Talent: The Champions. Hún var einnig gestadómari í einum þætti af RuPaul's Drag Race UK. Halda ekki keppnina en eru með kynni Bretar eru í hlutverki gestgjafa í ár þrátt fyrir úkraínskan sigur í fyrra. Þeir síðarnefndu gáfu keppnina frá sér vegna innrásar Rússa inn í landið. Þó svo að Úkraína geti ekki haldið keppnina verður samt einn af kynnunum frá þeim, Julia Sanina. Julia Sanina á tónleikum The Hardkiss.Getty/Alexandr Gusev Sanina er söngkona í úkraínsku rokkhljómsveitinni The Hardkiss. Hljómsveitin hefur náð ágætum árangri, sérstaklega í heimalandinu þar sem hún hefur unnið nokkur verðlaun. Líkt og Dixon þá hefur Sanina einnig setið í dómarasætinu. Árið 2016 varð hún einn af fjórum dómurum í úkraínsku útgáfunni af X-Factor. Líkti Elísabetu við prinsessu Sem fyrr segir mun írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætast í hópinn á úrslitakvöldinu. Norton er líklegast sá sem þekkir Eurovision hvað best. Hann hefur lýst keppninni í Bretlandi síðan árið 2009 og er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar. Graham Norton er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar.Getty/David M. Benett Þá vakti það nokkra athygli hér á landi þegar hann líkti Elísabetu Eyþórsdóttur, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu í fyrra, við bresku prinsessuna Beatrice. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin, flott hjá henni að láta sjá sig,“ sagði Norton þegar Systur fluttu lagið sitt í Ítalíu í fyrra.
Eurovision Bretland England Hollywood Tengdar fréttir Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40