Hver tekur við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2023 09:01 Nokkrir þeirra sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari. Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? Í fyrradag var greint frá því að Guðmundur Guðmundsson væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins eftir fimm ára starf. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson stýra íslenska liðinu í leikjunum fjórum sem eftir eru í undankeppni EM 2024. Ísland mætir Tékklandi tvívegis í næsta mánuði og svo Ísrael og Eistlandi í apríl. Íslendingar eru með fjögur stig í riðlinum eftir sigur á Ísraelsmönnum og Eistlendingum. Gunnar segist ekki ætla að sækjast eftir því að taka við landsliðinu til frambúðar. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynna HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki. Ég hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ sagði Gunnar við íþróttadeild í gær. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ En hverjir koma þá til greina í starf landsliðsþjálfara? Förum aðeins yfir kostina sem í boði eru. Dagur Sigurðsson Draumakostur margra í starf landsliðsþjálfara. Samkvæmt könnun Vísis eftir HM vildu 33 prósent að hann tæki við landsliðinu. Dagur er hins vegar í starfi núna. Hann er landsliðsþjálfari Japans og er samningsbundinn japanska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Í samtali við Vísi sagðist Dagur vera tilbúinn að skoða það að taka við íslenska landsliðinu eftir að samningur hans í Japan rennur út. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef ekkert pælt í því. Ég veit að það eru margir að hugsa um íslenska landsliðið, fyrir mína hönd. Ég hef alveg sagt það; ég er til í að skoða það þegar mínum samningi lýkur,“ sagði Dagur sem hefur einnig þjálfað landslið Austurríkis og Þýskalands. Undir hans stjórn urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar 2016 og unnu brons á Ólympíuleikunum sama ár. Snorri Steinn Guðjónsson Líkt og Dagur er Snorri Steinn Valsmaður og fyrrverandi leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Hann hefur gert frábæra hluti með Val á síðustu árum. Liðið vann tvöfalt 2021, þrefalt 2022 og í vetur hefur það gert það gott í Evrópudeildinni. Valur tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sigri á PAUC í fyrradag, 40-31. Snorri skrifaði undir nýjan samning við Val um áramótin, til 2025. Hann mun einhvern tímann þjálfa landsliðið en hvenær? Kristján Andrésson Hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi og þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2016-19. Undir hans stjórn enduðu Svíar í 2. sæti á EM 2018. Hlutirnir gengu hins vegar ekki vel hjá Rhein-Neckar Löwen og hann hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara þaðan. Er í dag íþróttastjóri hjá GUIF. Alfreð Gíslason Alfreð er einn okkar farsælasti þjálfari og er núna við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu. Hann tók við því 2020 og undir hans stjórn endaði það í 5. sæti á HM í janúar. Samningur Alfreðs við þýska handknattleikssambandið rennur út eftir EM 2024 í Þýskalandi og það er spurning hvort það freisti Alfreðs að taka aftur við landsliðinu? Þórir Hergeirsson Annar af okkar farsælustu þjálfarasonum. Þórir hefur búið í Noregi nær alla starfsævina og þjálfað kvennalandslið Noregs frá 2009. Árangurinn er stórkostlegur en undir hans stjórn hefur liðið fimm sinnum orðið Evrópumeistari, þrisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hann er í frábæru starfi, dýrkaður og dáður í Noregi svo það er kannski erfitt að sjá hann snúa aftur heim. Erlingur Richardsson Erlingur er þjálfari ÍBV en lætur af því starfi eftir tímabilið. Þjálfaði félagslið í Austurríki og Þýskalandi og náði stórgóðum árangri með hollenska landsliðið. Var um tíma í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Patrekur Jóhannesson Þjálfar Stjörnuna í dag. Var lengi landsliðsþjálfari Austurríkis og gerði góða hluti þar. Hefur gert bæði Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum. Teymið Í samtali við Vísi sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, að teymið í kringum landsliðið væri mjög mikilvægt. „Við setjumst væntanlega niður í næstu viku og förum að ræða hvernig þjálfara við viljum, hvernig teymið þarf að vera og annað í þeim dúr. Það er að mörgu að hyggja og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðmundur. Hér eru nöfn nokkurra þjálfara sem gætu verið í teyminu: Ólafur Stefánsson Hannes Jón Jónsson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Bjarni Fritzson Guðjón Valur Sigurðsson Landslið karla í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að Guðmundur Guðmundsson væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins eftir fimm ára starf. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson stýra íslenska liðinu í leikjunum fjórum sem eftir eru í undankeppni EM 2024. Ísland mætir Tékklandi tvívegis í næsta mánuði og svo Ísrael og Eistlandi í apríl. Íslendingar eru með fjögur stig í riðlinum eftir sigur á Ísraelsmönnum og Eistlendingum. Gunnar segist ekki ætla að sækjast eftir því að taka við landsliðinu til frambúðar. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynna HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki. Ég hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ sagði Gunnar við íþróttadeild í gær. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ En hverjir koma þá til greina í starf landsliðsþjálfara? Förum aðeins yfir kostina sem í boði eru. Dagur Sigurðsson Draumakostur margra í starf landsliðsþjálfara. Samkvæmt könnun Vísis eftir HM vildu 33 prósent að hann tæki við landsliðinu. Dagur er hins vegar í starfi núna. Hann er landsliðsþjálfari Japans og er samningsbundinn japanska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Í samtali við Vísi sagðist Dagur vera tilbúinn að skoða það að taka við íslenska landsliðinu eftir að samningur hans í Japan rennur út. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef ekkert pælt í því. Ég veit að það eru margir að hugsa um íslenska landsliðið, fyrir mína hönd. Ég hef alveg sagt það; ég er til í að skoða það þegar mínum samningi lýkur,“ sagði Dagur sem hefur einnig þjálfað landslið Austurríkis og Þýskalands. Undir hans stjórn urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar 2016 og unnu brons á Ólympíuleikunum sama ár. Snorri Steinn Guðjónsson Líkt og Dagur er Snorri Steinn Valsmaður og fyrrverandi leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Hann hefur gert frábæra hluti með Val á síðustu árum. Liðið vann tvöfalt 2021, þrefalt 2022 og í vetur hefur það gert það gott í Evrópudeildinni. Valur tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sigri á PAUC í fyrradag, 40-31. Snorri skrifaði undir nýjan samning við Val um áramótin, til 2025. Hann mun einhvern tímann þjálfa landsliðið en hvenær? Kristján Andrésson Hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi og þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2016-19. Undir hans stjórn enduðu Svíar í 2. sæti á EM 2018. Hlutirnir gengu hins vegar ekki vel hjá Rhein-Neckar Löwen og hann hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara þaðan. Er í dag íþróttastjóri hjá GUIF. Alfreð Gíslason Alfreð er einn okkar farsælasti þjálfari og er núna við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu. Hann tók við því 2020 og undir hans stjórn endaði það í 5. sæti á HM í janúar. Samningur Alfreðs við þýska handknattleikssambandið rennur út eftir EM 2024 í Þýskalandi og það er spurning hvort það freisti Alfreðs að taka aftur við landsliðinu? Þórir Hergeirsson Annar af okkar farsælustu þjálfarasonum. Þórir hefur búið í Noregi nær alla starfsævina og þjálfað kvennalandslið Noregs frá 2009. Árangurinn er stórkostlegur en undir hans stjórn hefur liðið fimm sinnum orðið Evrópumeistari, þrisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hann er í frábæru starfi, dýrkaður og dáður í Noregi svo það er kannski erfitt að sjá hann snúa aftur heim. Erlingur Richardsson Erlingur er þjálfari ÍBV en lætur af því starfi eftir tímabilið. Þjálfaði félagslið í Austurríki og Þýskalandi og náði stórgóðum árangri með hollenska landsliðið. Var um tíma í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Patrekur Jóhannesson Þjálfar Stjörnuna í dag. Var lengi landsliðsþjálfari Austurríkis og gerði góða hluti þar. Hefur gert bæði Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum. Teymið Í samtali við Vísi sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, að teymið í kringum landsliðið væri mjög mikilvægt. „Við setjumst væntanlega niður í næstu viku og förum að ræða hvernig þjálfara við viljum, hvernig teymið þarf að vera og annað í þeim dúr. Það er að mörgu að hyggja og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðmundur. Hér eru nöfn nokkurra þjálfara sem gætu verið í teyminu: Ólafur Stefánsson Hannes Jón Jónsson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Bjarni Fritzson Guðjón Valur Sigurðsson
Landslið karla í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti