Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 16:02 Jóhann Páll vill fá að vita hvort Jón Gunnarsson hafi í alvöru viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson hvort ekki gæti verið sniðugt að gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. „Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli. Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli.
Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira