Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 16:52 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. „Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira