Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. febrúar 2023 17:16 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við fjölmiðla á í húsi samtakanna klukkan 18. Vísir/Egill Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira