Síðasta sólarhring fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 106 sjúkraflutninga, þar af 24 forgangsflutningar. Telst þetta vera í rólegra lagi og fagnar slökkviliðið því í færslu á Facebook-síðu sinni.
Útköll á dælubílum voru þrjú talsins. Eitt vegna minniháttar umferðarslyss, annað vegna gruns um eld og svo útkallið vegna rúmdýnunnar í iðnaðarhúsinu.