Innlent

Kviknaði í rúm­dýnu í iðnaðar­húsi í Kópa­vogi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á svæðið og því þurfti einungis að reykræsta húsnæðið .
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á svæðið og því þurfti einungis að reykræsta húsnæðið . Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi sem búið er að breyta í herbergi í Kópavogi rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom og því þurfti einungis að reykræsta svæðið.

Síðasta sólarhring fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 106 sjúkraflutninga, þar af 24 forgangsflutningar. Telst þetta vera í rólegra lagi og fagnar slökkviliðið því í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Útköll á dælubílum voru þrjú talsins. Eitt vegna minniháttar umferðarslyss, annað vegna gruns um eld og svo útkallið vegna rúmdýnunnar í iðnaðarhúsinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×