Sakar varaformann sinn um vesældóm og sjúka þörf fyrir athygli Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lengi eldað grátt silfur saman með varaformanninum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Agniezku Ewu Ziolkowsku, varaformann félagsins, þjakaða „vesældómi“ og haldna „sjúkri þörf fyrir athygli“. Tilefnið er ummæli varaformannsins um að hún telji að félagsmenn Eflingar ættu að fá greitt úr verkfallssjóði ef kemur til verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot
Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira