Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 14:55 Bíllinn var dreginn á land í morgun. Vísir/Egill Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02