Samgöngusáttmáli á gatnamótum Birkir Ingibjartsson skrifar 24. febrúar 2023 13:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar