Getum við stjórnað fortíðinni? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 07:01 Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar