Betri almenningssamgöngur núna! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. febrúar 2023 13:32 Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun