„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 16:07 Leikarar Borgarleikhússins segjast finna fyrir aukinni drykkju sem hafi truflandi áhrif í för með sér. vísir/vilhelm Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. „Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum. Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum.
Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira