Lífið

Fjórðungslíkur á sigri Svía í Eurovision

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Loreen árið 2012 þegar hún sigraði keppnina í Asebaísjan með yfirburðum.
Loreen árið 2012 þegar hún sigraði keppnina í Asebaísjan með yfirburðum. epa

Veðbankar eru á einu máli um að Svíar muni bera sigur úr býtum í Eurovision í ár, þrátt fyrir að framlag þeirra hafi ekki enn verið valið. Ísland situr í 33. sæti yfir sigurstranglegustu liðin. 

Það er enginn aukvisi sem tekur þátt í undankeppninni hjá Svíum. Poppstjarnan og fyrrum sigurvegari keppninnar, Loreen flytur lagið Tattoo í keppninni sem þykir afar sigurstranglegt.

Loreen sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan með laginu Euphoria, sem verður að teljast eitt besta Eurovision lag allra tíma. Keppnina sigraði hún með 372 stigum en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig.

Samkvæmt veðbönkum eru fjórðungslíkur taldar á því að Loreen sigri keppnina í ár, sem haldin verður í Liverpool á Englandi 9.-13. maí. Hún tók toppsæti veðbanka af Úkraínu fyrir stuttu en sextán prósent líkur eru taldar á sigri Úkraínumanna, sem unnu keppnina í fyrra. Fyrir þeirra hönd keppir TVORCHI með lagið Heart Of Steel.

Í þriðja sæti eru Finnar sem senda kraftmikið teknólag, Cha Cha Cha með Käärijä. Norðmenn eru í fjórða sæti með lagið Queen of Kings með Alessöndru.

Eins og áður segir hafa Svíarnir, sem unnið hafa keppnina sex sinnum áður, ekki enn valið sitt framlag. Loreen keppti á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen og fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti.

Myndband af því atvikinu má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir

Ruddust inn á sviðið hjá Lor­een í miðju lagi

Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×