Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 07:00 Dr. Holly T. Kristinsson og dr. Hörður G. Kristinsson eru hjón í nýsköpun því þau reka fyrirtækið Resposible Foods sem framleiðir hollustunasl úr mjólkurafurðum og fiski. Bæði eru með doktorsgráðu í matvælavísindum og bjuggu lengi í Bandaríkjunum. Nú er verið að vinna í því að koma hollustunaslinu Næra á þann markað, til Evrópu og í Asíu, en Asíumarkaðurinn er sérstaklega spennandi fyrir fiskafurðir fyrirtækisins. „Ég var búin að vinna í matvælaiðnaðinum í mörg ár og oft með alþjóðlegum fyrirtækjum en tel samt að fyrir Bandaríkjamenn sé besta leiðin til að kynnast erlendu hráefni að flytjast hreinlega frá Bandaríkjunum. Mig var farið að langa að breyta til og árið 2015 ákvað ég að flytja til Íslands þar sem ég byrjaði að vinna fyrir Matís,“ segir dr. Holly T. Kristinsson aðspurð um það hver aðdragandinn var að hún stofnaði nýsköpunarfyrirtækið Responsible Foods. Holly rekur fyrirtækið með eiginmanni sínum dr. Herði G. Kristinsson en bæði eru þau með doktorsgráðu í matvælavísindum. „Holly flutti hingað á dimmasta degi ársins árið 2015!“ segir Hörður og hlær. Fyrirtækið Responsible Foods var stofnað árið 2019 en undir lok 2020 hóf það framleiðslu á hollustunaslinu Næra en það er til sem skyrnasl, ostanasl og fisknasl sem ekkert á sér samanburð við annað nasl hér heima né erlendis. Fyrirtækið hefur unnið til fjölda verðlauna, hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og Matvælasjóði og sækir nú á ný mið; Til Asíu með hollustunaslið úr fiski. „Undir merkjum Næra erum við meira að segja búin að búa til hollustunasl sem er harðfiskur án lyktarinnar. Enda halda margir erlendir neytendur að það sé eitthvað að íslenskum harðfiski bara út af lyktinni af honum,“ segir Holly og kímir. Að hrökkva eða stökkva Framleiðsla Næra naslsins fer fram á Granda og á Fáskrúðsfirði en það sem gerir framleiðsluaðferðina einstaka á heimsvísu er að hún byggir á hraðri þurrkun undir loftæmi með hreinni íslenskri orku. Það er gert til að halda næringargildinu, gæðum og bragði samhliða því að auka geymsluþol vörunnar. Holly segist lengi hafa starfað í þeim geira í Bandaríkjunum sem framleiðir einhvers konar nasl sem talað er um sem ,,hollustu.“ „Vandamálið er bara það að margt af því sem verið er að tala um að sé eitthvað ,,hollt“ millimál, er langt frá því að vera hollt þegar betur er skoðað,“ segir Holly. Sjálf er hún alin upp í Alaska en hefur búið víða í Bandaríkjunum. Holly og Hörður kynntust síðan í Flórída, þar sem Hörður starfaði lengi sem prófessor við háskólann í Flórída, en hann er meðal fremstu háskóla í Bandaríkjunum á sviði matvælavísinda. „Ég kláraði doktorsnámið mitt í Massachusetts í Bandaríkjunum en starfaði síðan sem prófessor í Flórída í átta ár. Á því örlagaríka ári árið 2007 tók ég ákvörðun um að fara í eins árs rannsóknarleyfi, kom til Íslands til að byggja upp fiskpróteinvinnslu en endaði með að ílengjast hér og er hér enn,“ segir Hörður. Þótt Holly og Hörður hafi kynnst í Flórída var það ekki fyrr en eftir að Holly flutti til Íslands sem þau tóku saman sem hjón. Þau störfuðu bæði hjá Matís, þar af starfaði Hörður þar í tólf ár. „Það er langur tími en á ákveðnum tímapunkti þarf maður bara að taka ákvörðun um hvort maður ætli að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður þegar hann rifjar upp þann tíma þegar hann ákvað að breyta til og hætta hjá Matís. „Hann var eitthvað að skoða í kringum sig en í mínum huga stóð hann bara frammi fyrir einum valkosti, að gerast starfsmaður hjá Responsible Foods,“ segir Holly og hlær. Holly er bandarísk en flutti til Íslands árið 2015. Hjónin höfðu þó áður kynnst í Flórída þar sem Hörður starfaði lengi sem prófessor. Holly segist hafa heillast af gæðum íslenska hráefnisins, mjólkurafurðirnar á Íslandi eru til dæmis í gæðum mun betri en þær bandarísku. Það þekki hún bæði sem neytandi og sem vísindamaður. Hugmyndin: Íslenska hráefnið frábært Holly var búin að vera lengi með hugmyndina í maganum. En tók sér tíma í að rannsaka, skoða og undirbúa allar hliðar áður en hún sagði upp starfi sínu. Það sem hjónin segja að hafi gert gæfumuninn að Næra naslið varð að veruleika var að Holly hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Þar með fór boltinn að rúlla. Holly horfði strax á íslenskar mjólkurafurðir enda segir hún þær vægast sagt frábært hráefni í gæðum í samanburði við bandarískar mjólkurafurðir. „Ég var sjálf löngu hætt að borða bandarískar mjólkurafurðir því líkami minn hreinlega þoldi þær ekki. Ég hafði því reynsluna og þekkinguna af því sem bæði vísindamaður og sem neytandi í Bandaríkjunum hvernig þarlendar mjólkurafurðir væru að fara í fullt af fólki, mig meðtalda,“ segir Holly og bætir við: „Hér endurnærðist ég hins vegar algjörlega því íslenskt hráefni er svo rosalega gott að gæðum. Ekki bara fiskurinn heldur líka mjólkurafurðirnar. Ég sá strax fyrir mér tækifæri í að búa til skyrnasl, enda hafði enginn farið í það áður. Sömuleiðis fórum við af stað með ostanasl. “ Holly segir gott dæmi um gæði íslenska hráefnisins til dæmis felast í því hversu miklu auðveldara það er fyrir líkamann að melta afurðirnar. Árið 2019 var fyrirtækið formlega stofnað og fyrstu frumgerðirnar framleiddar. „Styrkurinn frá Tækniþróunarsjóðinum og fyrstu frumgerðirnar voru í rauninni það sem gerði það að verkum að það gekk vel upp að fá fjárfesta inn í fyrirtækið,“ segja hjónin en meðal hluthafa sem fjárfest hafa í fyrirtækinu eru Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Mjólkursamsalan, Ó. Johnson & Kaaber, Lýsi og Halldór H. Jónsson, sem er stjórnarformaður félagsins. „Það tók um eitt ár að fá fjárfesta. Við byrjuðum á framleiðslunni á Granda en opnuðum aðra framleiðslustöð á Fáskrúðsfirði í janúar 2023. Sérstaðan okkar þar er að við komumst í raun ekki nær ferska hráefninu sem við erum að nota í Næra naslið því að framleiðslan okkar er rétt við Loðnuvinnsluna þaðan sem hráefnið er,“ segir Holly. Félagið er nú í annarri umferð fjármögnunar. Því nú liggur fyrir að fara þarf í fjármögnun til frekari vaxtar og markaðssetningar á erlendum mörkuðum. Þar er bæði verið að horfa til Bandaríkjanna og Evrópu en eins er Asía spennandi markaður, sérstaklega fyrir fisknaslið. Við erum algjörir frumkvöðlar. Sem þýðir að við erum ekki bara í nýsköpun heldur líka með mikla gæðavöru sem er í dýrari kantinum og er sú vara sem þarf að ryðja brautina fyrir aðrar. Það er tvennt ólíkt að vera sá fyrsti í heiminum til að vera með nýja vöru, eða að elta aðra sem hafa gert eitthvað sambærilegt. En fyrir vikið erum við auðvitað með algjörlega einstaka vöru á heimsmælikvarða,“ segir Holly en ljóst er af samtalinu að á henni er engan bilbug að finna. Næra naslið er hugmynd Hollyar og það sem gerði gæfumuninn að hún komst af stað með reksturinn var styrkur frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Holly hætti í starfi sínu hjá Matís og síðar gerði Hörður slíkt hið sama. Hjónin viðurkenna að vera að vinna allan sólahringinn og oft hafi þau reynt að setja reglur og mörk þannig að þau séu ekki alltaf að tala um vinnuna. Ekkert hafi þó gengið í þeim efnum enn. Unnið allan sólahringinn Það er ekki laust við að hjónunum sé nokkuð skemmt þegar þau eru spurð að því hvernig það sé að vera í nýsköpun og rekstri saman, til viðbótar við að vera hjón og búa saman. „Við erum alltaf að vinna, sko alltaf!“ segja hjónin í kór. ,,Við erum búin að reyna ýmislegt. Að setja reglur og mörk um hvenær það má ræða vinnuna og hvenær ekki,“ segir Hörður en bætir við: ,,En ekkert af því hefur virkað.“ Ég er sérstaklega slæm í sturtunni. Þá er hausinn á mér alveg á milljón og ég kem stundum fram með þvílíkar hugmyndir og vangaveltur að Hörður greyið veit stundum ekki hvað á sig stendur veðrið. Það liggur við að Hörður verði skelfingar lostinn þegar hann veit að ég er að fara í sturtu,“ segir Holly og skellir upp úr. Þau segja það sannleikanum samkvæmt að það sé erfitt að aðskilja vinnu og einkalíf þegar verið er að byggja upp fyrirtæki eins og Responsible Foods. Enda sé það hvoru tveggja í senn; ástríða og áhugamál. Rekstur sem þau hafa mikla trú á til framtíðar. „Það verður líka að segjast að umhverfi nýsköpunar á Íslandi er það besta sem fyrirfinnst. Ég þekki þetta umhverfi mjög vel frá Bandaríkjunum og það er hreinlega ekki hægt að líkja því saman hversu einfalt, gott og hraðvirkt það er hér í samanburði við þar,“ segir Holly. Þá segjast þau bæði hafa mikla ástríðu fyrir nýsköpun og þróun almennt. Það fylgi störfum í matvælaiðnaði vísindamanna að vera alltaf í einhvers konar nýsköpun og þróun. Til dæmis eins og hjá Matís. „Við höfum bæði tekið þátt í fjöldanum öllum af nýsköpunarverkefnum. En allur gangur á því hvort þau hafi orðið að veruleika. Með Responsible Foods erum við hins vegar að fylgja nýsköpunarverkefni úr vör alla leið. Sem okkur finnst frábært,“ segir Holly. Hjónin viðurkenna að það að fara í nýsköpun sé mikil áskorun. Og ekkert einfalt. Margt sé einfaldara við það að vera bara í föstu og öruggu starfi hjá öðrum. Enda þekkt að frumkvöðlar og stofnendur nýsköpunarfyrirtækja fá oftast laun greidd seint, lítið og illa fyrstu árin. „Ég myndi samt alltaf segja: Ef þú ert með hugmynd, láttu vaða. Láttu drauminn rætast og athugaðu hvort dæmið gangi upp. Það er svo mikið meira en vel þess virði og frekar að gera það en að sjá eftir því síðar að hafa ekki gert það,“ segir Holly. Og Hörður bætir við: Enda felst nýsköpun mikið í því að læra af mistökunum og sífellt að bæta sig. Og þótt sú staða komi upp síðar að eitthvað gengur ekki upp, þá ertu að minnsta kosti reynslunni ríkari og ekki með eftirsjá af því að hafa ekki reynt.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Ég var búin að vinna í matvælaiðnaðinum í mörg ár og oft með alþjóðlegum fyrirtækjum en tel samt að fyrir Bandaríkjamenn sé besta leiðin til að kynnast erlendu hráefni að flytjast hreinlega frá Bandaríkjunum. Mig var farið að langa að breyta til og árið 2015 ákvað ég að flytja til Íslands þar sem ég byrjaði að vinna fyrir Matís,“ segir dr. Holly T. Kristinsson aðspurð um það hver aðdragandinn var að hún stofnaði nýsköpunarfyrirtækið Responsible Foods. Holly rekur fyrirtækið með eiginmanni sínum dr. Herði G. Kristinsson en bæði eru þau með doktorsgráðu í matvælavísindum. „Holly flutti hingað á dimmasta degi ársins árið 2015!“ segir Hörður og hlær. Fyrirtækið Responsible Foods var stofnað árið 2019 en undir lok 2020 hóf það framleiðslu á hollustunaslinu Næra en það er til sem skyrnasl, ostanasl og fisknasl sem ekkert á sér samanburð við annað nasl hér heima né erlendis. Fyrirtækið hefur unnið til fjölda verðlauna, hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og Matvælasjóði og sækir nú á ný mið; Til Asíu með hollustunaslið úr fiski. „Undir merkjum Næra erum við meira að segja búin að búa til hollustunasl sem er harðfiskur án lyktarinnar. Enda halda margir erlendir neytendur að það sé eitthvað að íslenskum harðfiski bara út af lyktinni af honum,“ segir Holly og kímir. Að hrökkva eða stökkva Framleiðsla Næra naslsins fer fram á Granda og á Fáskrúðsfirði en það sem gerir framleiðsluaðferðina einstaka á heimsvísu er að hún byggir á hraðri þurrkun undir loftæmi með hreinni íslenskri orku. Það er gert til að halda næringargildinu, gæðum og bragði samhliða því að auka geymsluþol vörunnar. Holly segist lengi hafa starfað í þeim geira í Bandaríkjunum sem framleiðir einhvers konar nasl sem talað er um sem ,,hollustu.“ „Vandamálið er bara það að margt af því sem verið er að tala um að sé eitthvað ,,hollt“ millimál, er langt frá því að vera hollt þegar betur er skoðað,“ segir Holly. Sjálf er hún alin upp í Alaska en hefur búið víða í Bandaríkjunum. Holly og Hörður kynntust síðan í Flórída, þar sem Hörður starfaði lengi sem prófessor við háskólann í Flórída, en hann er meðal fremstu háskóla í Bandaríkjunum á sviði matvælavísinda. „Ég kláraði doktorsnámið mitt í Massachusetts í Bandaríkjunum en starfaði síðan sem prófessor í Flórída í átta ár. Á því örlagaríka ári árið 2007 tók ég ákvörðun um að fara í eins árs rannsóknarleyfi, kom til Íslands til að byggja upp fiskpróteinvinnslu en endaði með að ílengjast hér og er hér enn,“ segir Hörður. Þótt Holly og Hörður hafi kynnst í Flórída var það ekki fyrr en eftir að Holly flutti til Íslands sem þau tóku saman sem hjón. Þau störfuðu bæði hjá Matís, þar af starfaði Hörður þar í tólf ár. „Það er langur tími en á ákveðnum tímapunkti þarf maður bara að taka ákvörðun um hvort maður ætli að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður þegar hann rifjar upp þann tíma þegar hann ákvað að breyta til og hætta hjá Matís. „Hann var eitthvað að skoða í kringum sig en í mínum huga stóð hann bara frammi fyrir einum valkosti, að gerast starfsmaður hjá Responsible Foods,“ segir Holly og hlær. Holly er bandarísk en flutti til Íslands árið 2015. Hjónin höfðu þó áður kynnst í Flórída þar sem Hörður starfaði lengi sem prófessor. Holly segist hafa heillast af gæðum íslenska hráefnisins, mjólkurafurðirnar á Íslandi eru til dæmis í gæðum mun betri en þær bandarísku. Það þekki hún bæði sem neytandi og sem vísindamaður. Hugmyndin: Íslenska hráefnið frábært Holly var búin að vera lengi með hugmyndina í maganum. En tók sér tíma í að rannsaka, skoða og undirbúa allar hliðar áður en hún sagði upp starfi sínu. Það sem hjónin segja að hafi gert gæfumuninn að Næra naslið varð að veruleika var að Holly hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Þar með fór boltinn að rúlla. Holly horfði strax á íslenskar mjólkurafurðir enda segir hún þær vægast sagt frábært hráefni í gæðum í samanburði við bandarískar mjólkurafurðir. „Ég var sjálf löngu hætt að borða bandarískar mjólkurafurðir því líkami minn hreinlega þoldi þær ekki. Ég hafði því reynsluna og þekkinguna af því sem bæði vísindamaður og sem neytandi í Bandaríkjunum hvernig þarlendar mjólkurafurðir væru að fara í fullt af fólki, mig meðtalda,“ segir Holly og bætir við: „Hér endurnærðist ég hins vegar algjörlega því íslenskt hráefni er svo rosalega gott að gæðum. Ekki bara fiskurinn heldur líka mjólkurafurðirnar. Ég sá strax fyrir mér tækifæri í að búa til skyrnasl, enda hafði enginn farið í það áður. Sömuleiðis fórum við af stað með ostanasl. “ Holly segir gott dæmi um gæði íslenska hráefnisins til dæmis felast í því hversu miklu auðveldara það er fyrir líkamann að melta afurðirnar. Árið 2019 var fyrirtækið formlega stofnað og fyrstu frumgerðirnar framleiddar. „Styrkurinn frá Tækniþróunarsjóðinum og fyrstu frumgerðirnar voru í rauninni það sem gerði það að verkum að það gekk vel upp að fá fjárfesta inn í fyrirtækið,“ segja hjónin en meðal hluthafa sem fjárfest hafa í fyrirtækinu eru Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Mjólkursamsalan, Ó. Johnson & Kaaber, Lýsi og Halldór H. Jónsson, sem er stjórnarformaður félagsins. „Það tók um eitt ár að fá fjárfesta. Við byrjuðum á framleiðslunni á Granda en opnuðum aðra framleiðslustöð á Fáskrúðsfirði í janúar 2023. Sérstaðan okkar þar er að við komumst í raun ekki nær ferska hráefninu sem við erum að nota í Næra naslið því að framleiðslan okkar er rétt við Loðnuvinnsluna þaðan sem hráefnið er,“ segir Holly. Félagið er nú í annarri umferð fjármögnunar. Því nú liggur fyrir að fara þarf í fjármögnun til frekari vaxtar og markaðssetningar á erlendum mörkuðum. Þar er bæði verið að horfa til Bandaríkjanna og Evrópu en eins er Asía spennandi markaður, sérstaklega fyrir fisknaslið. Við erum algjörir frumkvöðlar. Sem þýðir að við erum ekki bara í nýsköpun heldur líka með mikla gæðavöru sem er í dýrari kantinum og er sú vara sem þarf að ryðja brautina fyrir aðrar. Það er tvennt ólíkt að vera sá fyrsti í heiminum til að vera með nýja vöru, eða að elta aðra sem hafa gert eitthvað sambærilegt. En fyrir vikið erum við auðvitað með algjörlega einstaka vöru á heimsmælikvarða,“ segir Holly en ljóst er af samtalinu að á henni er engan bilbug að finna. Næra naslið er hugmynd Hollyar og það sem gerði gæfumuninn að hún komst af stað með reksturinn var styrkur frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Holly hætti í starfi sínu hjá Matís og síðar gerði Hörður slíkt hið sama. Hjónin viðurkenna að vera að vinna allan sólahringinn og oft hafi þau reynt að setja reglur og mörk þannig að þau séu ekki alltaf að tala um vinnuna. Ekkert hafi þó gengið í þeim efnum enn. Unnið allan sólahringinn Það er ekki laust við að hjónunum sé nokkuð skemmt þegar þau eru spurð að því hvernig það sé að vera í nýsköpun og rekstri saman, til viðbótar við að vera hjón og búa saman. „Við erum alltaf að vinna, sko alltaf!“ segja hjónin í kór. ,,Við erum búin að reyna ýmislegt. Að setja reglur og mörk um hvenær það má ræða vinnuna og hvenær ekki,“ segir Hörður en bætir við: ,,En ekkert af því hefur virkað.“ Ég er sérstaklega slæm í sturtunni. Þá er hausinn á mér alveg á milljón og ég kem stundum fram með þvílíkar hugmyndir og vangaveltur að Hörður greyið veit stundum ekki hvað á sig stendur veðrið. Það liggur við að Hörður verði skelfingar lostinn þegar hann veit að ég er að fara í sturtu,“ segir Holly og skellir upp úr. Þau segja það sannleikanum samkvæmt að það sé erfitt að aðskilja vinnu og einkalíf þegar verið er að byggja upp fyrirtæki eins og Responsible Foods. Enda sé það hvoru tveggja í senn; ástríða og áhugamál. Rekstur sem þau hafa mikla trú á til framtíðar. „Það verður líka að segjast að umhverfi nýsköpunar á Íslandi er það besta sem fyrirfinnst. Ég þekki þetta umhverfi mjög vel frá Bandaríkjunum og það er hreinlega ekki hægt að líkja því saman hversu einfalt, gott og hraðvirkt það er hér í samanburði við þar,“ segir Holly. Þá segjast þau bæði hafa mikla ástríðu fyrir nýsköpun og þróun almennt. Það fylgi störfum í matvælaiðnaði vísindamanna að vera alltaf í einhvers konar nýsköpun og þróun. Til dæmis eins og hjá Matís. „Við höfum bæði tekið þátt í fjöldanum öllum af nýsköpunarverkefnum. En allur gangur á því hvort þau hafi orðið að veruleika. Með Responsible Foods erum við hins vegar að fylgja nýsköpunarverkefni úr vör alla leið. Sem okkur finnst frábært,“ segir Holly. Hjónin viðurkenna að það að fara í nýsköpun sé mikil áskorun. Og ekkert einfalt. Margt sé einfaldara við það að vera bara í föstu og öruggu starfi hjá öðrum. Enda þekkt að frumkvöðlar og stofnendur nýsköpunarfyrirtækja fá oftast laun greidd seint, lítið og illa fyrstu árin. „Ég myndi samt alltaf segja: Ef þú ert með hugmynd, láttu vaða. Láttu drauminn rætast og athugaðu hvort dæmið gangi upp. Það er svo mikið meira en vel þess virði og frekar að gera það en að sjá eftir því síðar að hafa ekki gert það,“ segir Holly. Og Hörður bætir við: Enda felst nýsköpun mikið í því að læra af mistökunum og sífellt að bæta sig. Og þótt sú staða komi upp síðar að eitthvað gengur ekki upp, þá ertu að minnsta kosti reynslunni ríkari og ekki með eftirsjá af því að hafa ekki reynt.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. 24. janúar 2023 07:50
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00