Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 07:36 Konan krefst þess að Lady Gaga greiði sér 1,5 milljón dollara. Getty/Axelle Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. Í febrúar árið 2021 réðust tveir menn að aðstoðarmanni Lady Gaga er hann var úti að ganga með hunda hennar. Þeir skutu hann einu sinni í bringuna, tóku hundana og flúðu af vettvangi. Aðstoðarmaðurinn lifði árásina af. Gaga lofaði hverjum þeim sem skilaði hundunum að þeir myndu fá 500 þúsund dollara, tæpar 72 milljónir króna, og að hún myndi ekki spyrja neinna spurninga um hvernig manneskjan sem skilaði þeim hefði fengið þá. Tveimur dögum eftir ránið skilaði Jennifer McBride hundunum. Stuttu síðar var hún ákærð fyrir að hafa fengið ránsfeng og fyrir aðild að tilraun til manndráps. Hún var að lokum dæmt í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur einn karlmaður, James Howard Jackson, verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að skjóta aðstoðarmanninn. McBride hafði þekkt árásarmennina þrjá til margra ára. Hún vissi þegar hún tók við hundunum að þeir væru ránsfengur og því var hún dæmd. The Guardian greinir frá því að nú fyrir helgi hafi McBride höfðað mál gegn söngkonunni fyrir að hafa ekki greitt sér peninginn. Þá hafi söngkonan ekki virt það að hafa sagst ekki ætla að spyrja neinna spurninga. McBride krefst þess að Gaga greiði sér 1,5 milljón dollara, 216 milljónir króna. Hún segir söngkonuna hafi valdið sér andlegri angist, sársauka og þjáningu. Bandaríkin Tónlist Hollywood Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Í febrúar árið 2021 réðust tveir menn að aðstoðarmanni Lady Gaga er hann var úti að ganga með hunda hennar. Þeir skutu hann einu sinni í bringuna, tóku hundana og flúðu af vettvangi. Aðstoðarmaðurinn lifði árásina af. Gaga lofaði hverjum þeim sem skilaði hundunum að þeir myndu fá 500 þúsund dollara, tæpar 72 milljónir króna, og að hún myndi ekki spyrja neinna spurninga um hvernig manneskjan sem skilaði þeim hefði fengið þá. Tveimur dögum eftir ránið skilaði Jennifer McBride hundunum. Stuttu síðar var hún ákærð fyrir að hafa fengið ránsfeng og fyrir aðild að tilraun til manndráps. Hún var að lokum dæmt í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur einn karlmaður, James Howard Jackson, verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að skjóta aðstoðarmanninn. McBride hafði þekkt árásarmennina þrjá til margra ára. Hún vissi þegar hún tók við hundunum að þeir væru ránsfengur og því var hún dæmd. The Guardian greinir frá því að nú fyrir helgi hafi McBride höfðað mál gegn söngkonunni fyrir að hafa ekki greitt sér peninginn. Þá hafi söngkonan ekki virt það að hafa sagst ekki ætla að spyrja neinna spurninga. McBride krefst þess að Gaga greiði sér 1,5 milljón dollara, 216 milljónir króna. Hún segir söngkonuna hafi valdið sér andlegri angist, sársauka og þjáningu.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira