Heilsugæslu skellt í lás Björn Gíslason skrifar 28. febrúar 2023 09:00 Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Björn Gíslason Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun