Ása keppir í Biggest Loser í Þýskalandi: „Svona ferðalag er ekki dans á rósum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 11:21 Ása á vigtinni í einum af fyrstu þáttunum. Ný þáttaröð Biggest Loser er sýnd um þessar mundir í Þýskalandi. Þar er hin íslenska Ása Ástardóttir meðal keppenda en hún hefur strax náð að vekja mikla athygli í fyrstu þremur þáttunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ása tekur þátt í raunveruleikaþætti úti í Þýskalandi. Þættina Biggest Loser kannast flestir við en alls hafa verið gerðar átján þáttaraðir úti í Bandaríkjunum og síðan fleiri í fjölmörgum löndum. Framleiddar voru fjórar þáttaraðir hér landi sem sýndar voru á Skjá Einum. Nú er í gangi þrettánda þáttaröð þáttanna í Þýskalandi. Þar er Ása Ástardóttir meðal keppenda en hún hefur búið í Þýskalandi í nokkur ár. Hún ákvað að hún þyrfti að gera stórar breytingar í sínu lífi og skráði sig í þáttinn eftir að hafa séð auglýsingu í sjónvarpinu. „Þetta byrjaði í ágúst í fyrra og lokaþátturinn var tekinn upp í lok janúar. Þar með er allt saman búið og afgreitt en reglurnar eru þannig að eins og er má ég ekki birta neinar myndir af mér eða segja hversu langt ég komst. Það er verið að sýna þáttinn og það má auðvitað ekki að eyðileggja spennuna,“ segir Ása í samtali við fréttastofu. Léttust og elst Ása hefur vakið mikla athygli ytra í þáttunum en þrír þættir hafa verið gefnir út og þykir Ása afar umdeild eftir þá. Hún segir að frá fyrsta degi hafi aðrir keppendur litið hana hornauga. Ása að njóta ásamt öðrum keppendum. „Svona ferðalag er ekki dans á rósum. Ég er elst þarna og léttust þegar við byrjum. Ég var valin í bláa liðið og þjálfarinn minn heitir Ramin [Abtin]. Hann er ótrúlegur maður, algjör snillingur. Hann sá eitthvað við mig því fyrstu vikurnar þá gerir hann ekkert annað en að standa yfir mér og öskra á mig og hvetja mig áfram. Það sem gerist er að það eru allir svolítið hissa á að heyra bara talað um mig allan daginn. Teymið heldur svo að ég sé ekki nógu dugleg,“ segir Ása. Slasaðist í áskorun Fyrstu vikurnar taldi lið Ásu að hún væri löt, borðaði of mikið og að hún væri að eyðileggja fyrir hinum. Það er misskilningur sem er í gangi í gegnum fyrstu þrjá þættina. Ásakanir um leti og eyðileggingu rekur hún til atviks í áskorun sem keppendur tóku þátt í. „Stundum stendur maður sig vel en stundum er maður algjör „loser“ í þeim. Það er það sem gerðist hjá mér, í einni áskorun þá datt ég þegar ég var að hlaupa í vatn að ná í stein og meiddi mig. Og steinninn sem ég kom upp með var einhver minnsti steinninn sem einhver hefur nokkurn tímann litið á. Verkefnið var að sækja eins stóran stein og hægt var og minn var ekki stór. Hinir sem ég sótti voru allt í lagi en það sem var sýnt var þessi litli steinn,“ segir Ása. Keppendur þurfa að taka þátt í áskorun í hverjum þætti. Eftir að hafa tapað áskoruninni var þungt yfir hópnum. Fólki leið illa og bar ekki mikið traust til Ásu. Um kvöldið þegar hópurinn er að ræða saman eru nokkrir keppendur sem taka pirring sinn út á henni. „Þeir sögðu að þetta hafi ekki verið nógu gott hjá mér og að ég væri ekki að leggja mig alla fram. Þetta var eins og spennulos. Þetta snerist ekkert bara um mig, þetta var bara pressan sem var í gangi. Allir voru þreyttir og áttu það erfitt,“ segir Ása en á þessum tímapunkti dvöldu keppendur ekki á hóteli líkt og venjulega heldur sváfu þau úti og þurftu að æfa í sandi eftir að hafa verið slakara liðið í síðustu vigtun. Allt þetta átti sér stað í síðasta þætti sem var sýndur. Ása segir að hlutirnir eigi heldur betur eftir að breytast þrátt fyrir að hún geti ekki tjáð sig betur um nákvæmlega hvernig. Tók þátt í öðrum þáttum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ása tekur þátt í raunveruleikaþáttaröð í Þýskalandi því árið 2015 var hún ein keppenda í þáttunum Big Brother. Þar var hún einnig umdeild, þá sérstaklega meðal annarra keppenda. Hún er stór karakter og hikar ekki að tjá sig um skoðanir sínar. „Ég var að minnsta kosti umtöluð. Og það er aftur þannig hér. Ég er sterkur karakter og það sést.“ Ása býr í Þýskalandi en reynir eins og hún getur að koma nokkrum sinnum á ári til Íslands. Til að mynda dvaldi hún hér eftir að hafa lokið tökum úti. Aðspurð hvort það hafi ekki verið erfitt að halda því leyndu að hún væri að taka þátt segir hún að hennar nánustu hafi vitað. „Ég talaði ekki mikið um þetta, ég lét engan annan vita að ég væri að taka þátt í Biggest Loser. Þetta var smá leyndarmál. Fjölskyldan mín er auðvitað alveg yndisleg og stuðningurinn sem ég fékk frábær. Mamma eldaði alltaf sérstakan mat svo ég gæti haldið áfram í megrun, systir mín fór að æfa með mér og mágur minn tók mig í Boot Camp. Þannig þetta var eiginlega það besta við þetta. Hvernig fjölskyldan mín var þegar ég kom til Íslands,“ segir Ása. Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Heilsa Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Þættina Biggest Loser kannast flestir við en alls hafa verið gerðar átján þáttaraðir úti í Bandaríkjunum og síðan fleiri í fjölmörgum löndum. Framleiddar voru fjórar þáttaraðir hér landi sem sýndar voru á Skjá Einum. Nú er í gangi þrettánda þáttaröð þáttanna í Þýskalandi. Þar er Ása Ástardóttir meðal keppenda en hún hefur búið í Þýskalandi í nokkur ár. Hún ákvað að hún þyrfti að gera stórar breytingar í sínu lífi og skráði sig í þáttinn eftir að hafa séð auglýsingu í sjónvarpinu. „Þetta byrjaði í ágúst í fyrra og lokaþátturinn var tekinn upp í lok janúar. Þar með er allt saman búið og afgreitt en reglurnar eru þannig að eins og er má ég ekki birta neinar myndir af mér eða segja hversu langt ég komst. Það er verið að sýna þáttinn og það má auðvitað ekki að eyðileggja spennuna,“ segir Ása í samtali við fréttastofu. Léttust og elst Ása hefur vakið mikla athygli ytra í þáttunum en þrír þættir hafa verið gefnir út og þykir Ása afar umdeild eftir þá. Hún segir að frá fyrsta degi hafi aðrir keppendur litið hana hornauga. Ása að njóta ásamt öðrum keppendum. „Svona ferðalag er ekki dans á rósum. Ég er elst þarna og léttust þegar við byrjum. Ég var valin í bláa liðið og þjálfarinn minn heitir Ramin [Abtin]. Hann er ótrúlegur maður, algjör snillingur. Hann sá eitthvað við mig því fyrstu vikurnar þá gerir hann ekkert annað en að standa yfir mér og öskra á mig og hvetja mig áfram. Það sem gerist er að það eru allir svolítið hissa á að heyra bara talað um mig allan daginn. Teymið heldur svo að ég sé ekki nógu dugleg,“ segir Ása. Slasaðist í áskorun Fyrstu vikurnar taldi lið Ásu að hún væri löt, borðaði of mikið og að hún væri að eyðileggja fyrir hinum. Það er misskilningur sem er í gangi í gegnum fyrstu þrjá þættina. Ásakanir um leti og eyðileggingu rekur hún til atviks í áskorun sem keppendur tóku þátt í. „Stundum stendur maður sig vel en stundum er maður algjör „loser“ í þeim. Það er það sem gerðist hjá mér, í einni áskorun þá datt ég þegar ég var að hlaupa í vatn að ná í stein og meiddi mig. Og steinninn sem ég kom upp með var einhver minnsti steinninn sem einhver hefur nokkurn tímann litið á. Verkefnið var að sækja eins stóran stein og hægt var og minn var ekki stór. Hinir sem ég sótti voru allt í lagi en það sem var sýnt var þessi litli steinn,“ segir Ása. Keppendur þurfa að taka þátt í áskorun í hverjum þætti. Eftir að hafa tapað áskoruninni var þungt yfir hópnum. Fólki leið illa og bar ekki mikið traust til Ásu. Um kvöldið þegar hópurinn er að ræða saman eru nokkrir keppendur sem taka pirring sinn út á henni. „Þeir sögðu að þetta hafi ekki verið nógu gott hjá mér og að ég væri ekki að leggja mig alla fram. Þetta var eins og spennulos. Þetta snerist ekkert bara um mig, þetta var bara pressan sem var í gangi. Allir voru þreyttir og áttu það erfitt,“ segir Ása en á þessum tímapunkti dvöldu keppendur ekki á hóteli líkt og venjulega heldur sváfu þau úti og þurftu að æfa í sandi eftir að hafa verið slakara liðið í síðustu vigtun. Allt þetta átti sér stað í síðasta þætti sem var sýndur. Ása segir að hlutirnir eigi heldur betur eftir að breytast þrátt fyrir að hún geti ekki tjáð sig betur um nákvæmlega hvernig. Tók þátt í öðrum þáttum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ása tekur þátt í raunveruleikaþáttaröð í Þýskalandi því árið 2015 var hún ein keppenda í þáttunum Big Brother. Þar var hún einnig umdeild, þá sérstaklega meðal annarra keppenda. Hún er stór karakter og hikar ekki að tjá sig um skoðanir sínar. „Ég var að minnsta kosti umtöluð. Og það er aftur þannig hér. Ég er sterkur karakter og það sést.“ Ása býr í Þýskalandi en reynir eins og hún getur að koma nokkrum sinnum á ári til Íslands. Til að mynda dvaldi hún hér eftir að hafa lokið tökum úti. Aðspurð hvort það hafi ekki verið erfitt að halda því leyndu að hún væri að taka þátt segir hún að hennar nánustu hafi vitað. „Ég talaði ekki mikið um þetta, ég lét engan annan vita að ég væri að taka þátt í Biggest Loser. Þetta var smá leyndarmál. Fjölskyldan mín er auðvitað alveg yndisleg og stuðningurinn sem ég fékk frábær. Mamma eldaði alltaf sérstakan mat svo ég gæti haldið áfram í megrun, systir mín fór að æfa með mér og mágur minn tók mig í Boot Camp. Þannig þetta var eiginlega það besta við þetta. Hvernig fjölskyldan mín var þegar ég kom til Íslands,“ segir Ása.
Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Heilsa Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira