Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2023 19:25 Valsmenn unnu fimm af tíu leikjum sínum í B-riðli. vísir/diego Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. Valsmenn voru átta mörkum yfir í hálfleik, 13-21, eftir stórkostlegan fyrri hálfleik og komust mest níu mörkum yfir í upphafi þess seinni. Sænsku meistararnir komu til baka, voru mun sterkari lengst af seinni hálfleiks og komust yfir, 32-31. Valsmenn skoruðu næstu þrjú mörk og komust tveimur mörkum yfir, 32-34. Ystad minnkaði muninn en Stiven Tobar Valencia kom Val aftur í tveggja marka forystu, 33-35. Valsmenn unnu svo boltann og tóku leikhlé þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir náðu hins vegar ekki skoti á markið og lokatölur því 33-35. Valur endaði í 3. sæti B-riðils sem er frábær árangur. Íslandsmeistararnir unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og fimm alls sem er ofsalega vel af sér vikið. Það að Valur endi í 3. sæti riðilsins þýðir að liðið mætir þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum, en Göppingen hafnaði í 2. sæti A-riðils. Stiven skoraði sjö mörk fyrir Val og Benedikt Gunnar Óskarsson og Magnús Óli Magnússon fimm mörk hvor. Björgvin Páll Gústavsson varði fjórtán skot (33 prósent), þar af ellefu í fyrri hálfleik, og Motoki Sakai tvö (29 prósent). Anton Månsson var markahæstur hjá Ystad með átta mörk og Jonathan Svensson og gamla brýnið Kim Andersson gerðu sjö mörk hvor. Niklas Kraft varði þrettán skot (32 prósent) og Erik Hvenfelt eitt (þrettán prósent). Jafnræði var með liðunum til að byrja með. En í stöðunni 4-4 skoraði Stiven tvö mörk í röð með nokkurra sekúnda millibili. Valsmenn skoruðu fjögur af næstu fimm mörkum leiksins og voru allt í einu komnir fimm mörkum yfir, 5-10. Íslandsmeistararnir héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og Oscar Carlén, þjálfari Ystad, fann sig knúinn til að taka annað leikhlé eftir 23 mínútur. Þá var Valur átta mörkum yfir, 9-17. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 13-21. Stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá Valsmönnum. Níu leikmenn Vals skoruðu og skotnýtingin var 81 prósent. Björgvin Páll var magnaður í markinu og varði ellefu skot, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Valur byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í tvígang níu mörkum yfir. En svo fór allt í steik. Ystad tætti vörn Vals í sig hvað eftir annað og skoraði að vild. Á meðan klikkuðu Valsmenn nokkrum sinnum í sínum sóknarleik. Munurinn fuðraði upp og sjö mínútur voru eftir jafnaði Svensson í 31-31. Ekkert gekk upp hjá Val á þessum kafla og Ystad var líklega til að vinna leikinn. Svíarnir komust yfir í fyrsta sinn frá því í upphafi leiks, 32-31, en Valsmenn sneru þá bökum saman, unnu síðustu fimm mínúturnar 4-1 og leikinn, 33-35. En þá vantaði þetta eina mark til að taka 2. sætið. Að vinna Ystad á heimavelli þeirra er samt mikið afrek og Val til mikils sóma. Og þessu liði eru allir vegir færir í framhaldinu. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen? 1. mars 2023 07:01 „Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14
Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. Valsmenn voru átta mörkum yfir í hálfleik, 13-21, eftir stórkostlegan fyrri hálfleik og komust mest níu mörkum yfir í upphafi þess seinni. Sænsku meistararnir komu til baka, voru mun sterkari lengst af seinni hálfleiks og komust yfir, 32-31. Valsmenn skoruðu næstu þrjú mörk og komust tveimur mörkum yfir, 32-34. Ystad minnkaði muninn en Stiven Tobar Valencia kom Val aftur í tveggja marka forystu, 33-35. Valsmenn unnu svo boltann og tóku leikhlé þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir náðu hins vegar ekki skoti á markið og lokatölur því 33-35. Valur endaði í 3. sæti B-riðils sem er frábær árangur. Íslandsmeistararnir unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og fimm alls sem er ofsalega vel af sér vikið. Það að Valur endi í 3. sæti riðilsins þýðir að liðið mætir þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum, en Göppingen hafnaði í 2. sæti A-riðils. Stiven skoraði sjö mörk fyrir Val og Benedikt Gunnar Óskarsson og Magnús Óli Magnússon fimm mörk hvor. Björgvin Páll Gústavsson varði fjórtán skot (33 prósent), þar af ellefu í fyrri hálfleik, og Motoki Sakai tvö (29 prósent). Anton Månsson var markahæstur hjá Ystad með átta mörk og Jonathan Svensson og gamla brýnið Kim Andersson gerðu sjö mörk hvor. Niklas Kraft varði þrettán skot (32 prósent) og Erik Hvenfelt eitt (þrettán prósent). Jafnræði var með liðunum til að byrja með. En í stöðunni 4-4 skoraði Stiven tvö mörk í röð með nokkurra sekúnda millibili. Valsmenn skoruðu fjögur af næstu fimm mörkum leiksins og voru allt í einu komnir fimm mörkum yfir, 5-10. Íslandsmeistararnir héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og Oscar Carlén, þjálfari Ystad, fann sig knúinn til að taka annað leikhlé eftir 23 mínútur. Þá var Valur átta mörkum yfir, 9-17. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 13-21. Stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá Valsmönnum. Níu leikmenn Vals skoruðu og skotnýtingin var 81 prósent. Björgvin Páll var magnaður í markinu og varði ellefu skot, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Valur byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í tvígang níu mörkum yfir. En svo fór allt í steik. Ystad tætti vörn Vals í sig hvað eftir annað og skoraði að vild. Á meðan klikkuðu Valsmenn nokkrum sinnum í sínum sóknarleik. Munurinn fuðraði upp og sjö mínútur voru eftir jafnaði Svensson í 31-31. Ekkert gekk upp hjá Val á þessum kafla og Ystad var líklega til að vinna leikinn. Svíarnir komust yfir í fyrsta sinn frá því í upphafi leiks, 32-31, en Valsmenn sneru þá bökum saman, unnu síðustu fimm mínúturnar 4-1 og leikinn, 33-35. En þá vantaði þetta eina mark til að taka 2. sætið. Að vinna Ystad á heimavelli þeirra er samt mikið afrek og Val til mikils sóma. Og þessu liði eru allir vegir færir í framhaldinu.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen? 1. mars 2023 07:01 „Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14
Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen? 1. mars 2023 07:01
„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti