Ósáttur við fulla afturvirkni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 10:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er ágætlega ánægður með tillöguna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels