Erlent

Fundu nýja Moai-styttu á Páskaeyju

Bjarki Sigurðsson skrifar
Styttan fannst ofan í eldfjallagíg.
Styttan fannst ofan í eldfjallagíg. EPA

Vísindamenn á Páskaeyju í Kyrrahafi fundu undir lok febrúar nýja Moai-styttu. Styttan fannst ofan í eldfjallagíg en lítið stöðuvatn var ofan í gígnum áður. 

Moai-stytturnar á Páskaeyju eru á heimsminjaskrá Unesco en talið er að frumbyggjar eyjunnar hafi skorið þær í steina á 13. til 15. öld. Stytturnar eru mismunandi í stærð en eru að meðaltali fjórir metrar á hæð og eru 13,8 tonn að þyngd. 

Til eru rúmlega þúsund styttur á sílesku eyjunni en undir lok febrúar fannst ný stytta. Hún fannst í gíg á Rano Raraku-eldfjallinu. Til margra ára hafði verið lítið stöðuvatn í gígnum en árið 2018 þornaði það alveg upp. 

Ekki er vitað hvenær styttan var sett ofan í vatnið en hún fannst þegar verið var að lagfæra votlendið við gíginn. Styttan verður ekki færð heldur geymd ofan í gígnum þar sem hún fannst. 

Gígurinn þar sem styttan fannst.EPA

Tengdar fréttir

Keyrði á eina af styttunum á Páskaeyju

Yfirvöld á Páskaeyju kalla nú eftir því að hömlur verði settar á bílaumferð í námunda við fornleifar eyjarinnar eftir að pallbíl var ekið á eina af hinum þekktu Moai styttum sem er að finna víða um eyjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×