Pistill um ristil Halla Þorvaldsdóttir skrifar 3. mars 2023 08:00 Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun