Pistill um ristil Halla Þorvaldsdóttir skrifar 3. mars 2023 08:00 Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun