Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2023 10:11 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira