Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 14:30 Frá vettvangi lestarslyssins við Austur-Palestínu. Til stendur að flytja mengaðan jarðveg á brott frá svæðinu. AP/Matt Freed Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið. Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma. Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma.
Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31
Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48