Segjast enn verja Bakhmut Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 16:43 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Bakhmot. Benda má á að netinu í kringum niðurgrafið stórskotaliðsvopnið er ætlað að grípa smá sjálfsprengidróna Rússa áður en þeir lenda á vopninu og springa. Getty/Wolfgang Schwan Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. Fyrr í dag birtust myndbönd af Úkraínumönnum sprengja brýr við Bakhmut. Það þykir til marks um að Úkraínumenn séu að huga að því að yfirgefa Bakhmut, sem er nærri því umkringdur af Rússum. Sjá einnig: Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Seinna birti úkraínski herinn myndir af herforingjanum Oleksandr Syrsky, sem er yfir herafla Úkraínu í austurhluta landsins. Hann mun hafa heimsótt hermennina i Bakhmut í dag en í yfirlýsingu hersins segir að hann hafi fengið yfirlit yfir stöðu mála og tilraunir rússneska hersins og málaliða Wagner Group til að ná tökum á bænum. Þar segir einnig að hart sér barist í og við Bakhmut. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á Bakhmut frá því í ágúst en árásir Rússa eru sagðar hafa reynst þeim mjög kostnaðarsamar. Nú eru Rússar nærri því að umkringja bæinn en í frétt Reuters segir að Rússar beini nú fallbyssum sínum að einu birgðaleið Rússa inn og út úr Bakhmut. Þar segir einnig að Úkraínumenn virðist ekki tilbúnir til að hörfa frá bænum að svo stöddu, þar sem hermenn vinni að því að gera við vegi til Bakhmut. Þá segist blaðamaður Reuters hafa séð liðsauka úkraínskra hermanna á leið til Bakhmut. Vestur af Bakhmut vinna aðrir úkraínskir hermenn þó að því að grafa skotgrafir og mynda nýjar varnarlínur. Bærinn hefur náð táknrænni merkingu fyrir báðar fylkingar. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að gera árásir á víggirtar varnir þeirra í og við Bakhmut og valda sem mestu mannfalli hjá Rússum, sem njóta töluverðra yfirburða varðandi mannafla eftir að á þrjú hundruð þúsund menn voru skikkaðir til herþjónustu í fyrra. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fyrr í dag birtust myndbönd af Úkraínumönnum sprengja brýr við Bakhmut. Það þykir til marks um að Úkraínumenn séu að huga að því að yfirgefa Bakhmut, sem er nærri því umkringdur af Rússum. Sjá einnig: Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Seinna birti úkraínski herinn myndir af herforingjanum Oleksandr Syrsky, sem er yfir herafla Úkraínu í austurhluta landsins. Hann mun hafa heimsótt hermennina i Bakhmut í dag en í yfirlýsingu hersins segir að hann hafi fengið yfirlit yfir stöðu mála og tilraunir rússneska hersins og málaliða Wagner Group til að ná tökum á bænum. Þar segir einnig að hart sér barist í og við Bakhmut. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á Bakhmut frá því í ágúst en árásir Rússa eru sagðar hafa reynst þeim mjög kostnaðarsamar. Nú eru Rússar nærri því að umkringja bæinn en í frétt Reuters segir að Rússar beini nú fallbyssum sínum að einu birgðaleið Rússa inn og út úr Bakhmut. Þar segir einnig að Úkraínumenn virðist ekki tilbúnir til að hörfa frá bænum að svo stöddu, þar sem hermenn vinni að því að gera við vegi til Bakhmut. Þá segist blaðamaður Reuters hafa séð liðsauka úkraínskra hermanna á leið til Bakhmut. Vestur af Bakhmut vinna aðrir úkraínskir hermenn þó að því að grafa skotgrafir og mynda nýjar varnarlínur. Bærinn hefur náð táknrænni merkingu fyrir báðar fylkingar. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að gera árásir á víggirtar varnir þeirra í og við Bakhmut og valda sem mestu mannfalli hjá Rússum, sem njóta töluverðra yfirburða varðandi mannafla eftir að á þrjú hundruð þúsund menn voru skikkaðir til herþjónustu í fyrra. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00