Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 20:01 Yevgeny Prigozhin leiðtogi hinna grimmu Wagner hersveita. Myndin er sögð vera tekin við Bakhmut í dag. AP Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43
Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57