Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. mars 2023 16:00 Víða í Evrópu hefur borið á eggjaskorti vegna skæðrar fuglaflensu um nánast alla álfuna. by Nathan Stirk/Getty Images Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári. Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári.
Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira