Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2023 09:42 Björn Berg Gunnarsson er deildastjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, var gestur í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann ræddi þann skell sem fólk gæti upplifað þegar föstu vextirnir á lánum losna. Þegar að því kemur þarf fólk að fara í vaxtaendurskoðun en ólíklegt er að þetta fólk fái sömu vexti og voru fastir. „Það virðist sem svo að stærsti skammturinn muni losna á síðari hluta ársins 2024 fram á síðari hluta ársins 2025. Þetta tímabil, þessir tólf mánuðir, munu vega mjög þungt. Þá er þetta þannig að fólk hefur verið að binda vextina sína í allt allt öðru vaxtaumhverfi,“ segir Björn sem vonast til þess að þegar að þessu kemur verði vextir byrjaðir að lækka á ný. Klippa: Mikilvægt að fólk fari vel yfir lánin sín því það er ýmislegt hægt að gera áður en það er of seint Greiðslufrestur sé neyðarúrræði Hann segir að ein af þeim lausnum sem séu í boði sé að fara í verðtryggt lán. Einhverjir telja það eina möguleikann í stöðunni en þeir eru fleiri. Til dæmis er hægt að taka lengra lán eða sem neyðarúrræði að fá greiðslufrest í einhvern tíma. „Ef að þú ert að hugsa um greiðslufrest vegna þess að þú ræður ekki við afborganir þá verður þú að reikna með því að innan einhvers ákveðins tíma verður þú kominn með þannig tekjur að þú munir geta haldið áfram að greiða af láninu vegna þess að ekkert af þessu er gefins, þú ert bara að fresta vandamálinu,“ segir Björn. Staðan er sú fyrir þorra almennings að allt er að verða erfiðara og dýrara en það er hluti af markmiðum stýrivaxtahækkana Seðlabankans. Þannig sé verið að hvetja til sparnaðar. Mikill munur á óverðtryggðu og verðtryggðu Björn útskýrði muninn á því að vera að greiða af óverðtryggðu láni og verðtryggðu láni. Hann segir heilmikla eðlisbreytingu vera á þessu tvennu. „Óverðtryggt lán, til dæmis á lágum vöxtum eins og margir hafa verið með núna, er þannig að þú borgar svolítið hressilega á mánuði en þú ert að keyra lánið mjög mikið niður í hvert einasta skipti. Þú sérð að nafnvirðið í krónutölum lækkar lækkar og lækkar. Verðtryggt lán er allt öðruvísi uppbyggt. Það er þannig að þú ert ekki að staðgreiða allan þann kostnað sem er að falla til í hverjum mánuði vegna þess að hluti af þeim kostnaði sem fellur á lánið þitt er verðbólgan í landinu,“ segir Björn en óverðtryggt lán bætir ekki við sig neinni verðbólgu. Verðtryggt lán er þannig að þú borgar hlutfall af höfuðstólnum til baka og þú borgar sömuleiðis vextina af láninu en þú ert ekki að staðgreiða verðbólguna sem var í síðasta mánuði. Henni er smurt yfir allar greiðslu sem eftir eru á láninu og þannig bólgnar það út. Mikilvægt að fá ráðgjöf Hann hvetur fólk til þess að fá ráðgjöf um það leiti sem kemur að vaxtaendurskoðuninni. Þá er hægt að fara yfir þá valkosti sem eru í boði og koma í veg fyrir óþarfa vesen. „Vegna þess að þetta er ekkert auðveld ákvörðun að taka og þó að það sé þægilegt að fá almennar ráðleggingar þá henta þær ekki í þessum tilvikum vegna þess að aðstæður fólks eru svo misjafnar. Það er mjög misjafnt hvaða svigrúm fólk hefur til þess að taka á sig þyngri greiðslubyrði. Þetta verður dýrt fyrir alla og þetta er erfiðara fyrir alla og það á að vera það,“ segir Björn. Það er misjafnt hversu mikla hækkun á greiðslubyrði fólk getur tekið á sig og því mikilvægt að vera vel á tánum. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Íslandsbanki Verðlag Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, var gestur í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann ræddi þann skell sem fólk gæti upplifað þegar föstu vextirnir á lánum losna. Þegar að því kemur þarf fólk að fara í vaxtaendurskoðun en ólíklegt er að þetta fólk fái sömu vexti og voru fastir. „Það virðist sem svo að stærsti skammturinn muni losna á síðari hluta ársins 2024 fram á síðari hluta ársins 2025. Þetta tímabil, þessir tólf mánuðir, munu vega mjög þungt. Þá er þetta þannig að fólk hefur verið að binda vextina sína í allt allt öðru vaxtaumhverfi,“ segir Björn sem vonast til þess að þegar að þessu kemur verði vextir byrjaðir að lækka á ný. Klippa: Mikilvægt að fólk fari vel yfir lánin sín því það er ýmislegt hægt að gera áður en það er of seint Greiðslufrestur sé neyðarúrræði Hann segir að ein af þeim lausnum sem séu í boði sé að fara í verðtryggt lán. Einhverjir telja það eina möguleikann í stöðunni en þeir eru fleiri. Til dæmis er hægt að taka lengra lán eða sem neyðarúrræði að fá greiðslufrest í einhvern tíma. „Ef að þú ert að hugsa um greiðslufrest vegna þess að þú ræður ekki við afborganir þá verður þú að reikna með því að innan einhvers ákveðins tíma verður þú kominn með þannig tekjur að þú munir geta haldið áfram að greiða af láninu vegna þess að ekkert af þessu er gefins, þú ert bara að fresta vandamálinu,“ segir Björn. Staðan er sú fyrir þorra almennings að allt er að verða erfiðara og dýrara en það er hluti af markmiðum stýrivaxtahækkana Seðlabankans. Þannig sé verið að hvetja til sparnaðar. Mikill munur á óverðtryggðu og verðtryggðu Björn útskýrði muninn á því að vera að greiða af óverðtryggðu láni og verðtryggðu láni. Hann segir heilmikla eðlisbreytingu vera á þessu tvennu. „Óverðtryggt lán, til dæmis á lágum vöxtum eins og margir hafa verið með núna, er þannig að þú borgar svolítið hressilega á mánuði en þú ert að keyra lánið mjög mikið niður í hvert einasta skipti. Þú sérð að nafnvirðið í krónutölum lækkar lækkar og lækkar. Verðtryggt lán er allt öðruvísi uppbyggt. Það er þannig að þú ert ekki að staðgreiða allan þann kostnað sem er að falla til í hverjum mánuði vegna þess að hluti af þeim kostnaði sem fellur á lánið þitt er verðbólgan í landinu,“ segir Björn en óverðtryggt lán bætir ekki við sig neinni verðbólgu. Verðtryggt lán er þannig að þú borgar hlutfall af höfuðstólnum til baka og þú borgar sömuleiðis vextina af láninu en þú ert ekki að staðgreiða verðbólguna sem var í síðasta mánuði. Henni er smurt yfir allar greiðslu sem eftir eru á láninu og þannig bólgnar það út. Mikilvægt að fá ráðgjöf Hann hvetur fólk til þess að fá ráðgjöf um það leiti sem kemur að vaxtaendurskoðuninni. Þá er hægt að fara yfir þá valkosti sem eru í boði og koma í veg fyrir óþarfa vesen. „Vegna þess að þetta er ekkert auðveld ákvörðun að taka og þó að það sé þægilegt að fá almennar ráðleggingar þá henta þær ekki í þessum tilvikum vegna þess að aðstæður fólks eru svo misjafnar. Það er mjög misjafnt hvaða svigrúm fólk hefur til þess að taka á sig þyngri greiðslubyrði. Þetta verður dýrt fyrir alla og þetta er erfiðara fyrir alla og það á að vera það,“ segir Björn. Það er misjafnt hversu mikla hækkun á greiðslubyrði fólk getur tekið á sig og því mikilvægt að vera vel á tánum.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Íslandsbanki Verðlag Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira