Andrew Tate blæs á krabbameinsorðróm Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 08:19 Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed hélt fram á Twitter í vikunni. Getty/Alex Nicodim Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023 Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023
Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira