Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 23:50 Atvikið varð um borð í farþegaþotu United í gær. Nicolas Economou/Getty Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira