Stúlka fannst látin í bænum Granby árið 1978 en ekki tókst að bera kennsl á líkið. Hún var með skotsár og fannst grafin undir laufum en fyrst um sinn var talið að hún hafi framið sjálfsvíg.
Fyrir tveimur árum síðan fengu yfirvöld í Massachusetts DNA úr líki Tucker og gátu þannig borið kennsl á konu í Maryland sem líklegast var skyld Granby-stelpunni.
Sú kona gat sagt lögreglumönnum að frænka hennar hafi týnst um svipað leiti og Granby-stelpan fannst. Hún benti þeim á tvo syni hennar og gaf einn þeirra lögreglumönnunum DNA-sýni. Það staðfesti að Granby-stelpan var vissulega móðir stráksins.

Granby-stelpan hét Patricia Ann Tucker og var 28 ára þegar hún lést. Lögreglumennirnir telja nú að hún hafi verið myrt en hún var gift manni að nafni Gerald Coleman á þeim tíma sem hún hvarf. Coleman var árið 1995 dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun og líkamsárás en hann lést í fangelsi ári seinna. Talið er að hann gæti hafa myrt eiginkonu sína.
„Við vonumst til þess að þessi blaðamannafundur muni leiða til fleirri vísbendinga sem hjálpa okkur að halda rannsókninni áfram og að lokum finna morðingjann,“ sagði saksóknarinn Steven Gagne á blaðamannafundi um málið í gær.