Handbolti

Twitter eftir tapið gegn Tékkum: Einn slakasti lands­leikur síðari ára og liðið þarf að fara á trúnó saman

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir átti erfitt uppdráttar í kvöld líkt og öll sóknarlína Íslands.
Gísli Þorgeir átti erfitt uppdráttar í kvöld líkt og öll sóknarlína Íslands. Vísir/Vilhelm

Eins og svo oft áður þegar strákarnir okkar eru að spila var lífleg umræða á Twitter um leikinn. Hér má sjá það helsta en landinn var allt annað en sáttur með frammistöðu Íslands í kvöld.

Ísland tapaði með fimm mörkum fyrir Tékkum í kvöld þegar liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Brno. Íslenska liðið lék einn sinn slakasta leik í langan tíma og þjóðin var ómyrk í máli á Twitter eftir leikinn.

Gaupi var ánægður með markvörsluna í fyrri hálfleiknum en ósáttur með margt annað. 

Benedikt Grétarsson hafði litlar áhyggjur af gangi mála. Einhverjir vildu fá nýja menn inn.

Þegar líða fór á seinni hálfleikin fóru að renna tvær grímur á stuðningsmenn Íslands.

Eftir leik voru margir sem vildu tjá sig. 

Sumir vildu sjá liðið taka eitt gott skrall til að hrista hópinn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×