Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2023 07:58 Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla Glerárgötunnar á Akureytri þar sem hámarkshraði er 50. Hann ók á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og hund. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum. Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum.
Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent