Versti hálfleikur íslenska karlalandsliðsins í næstum því 24 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 11:21 Það þarf að fara næstum því aldarfjórðung aftur í tímann til að finna jafnslaka frammistöðu í sóknarleiknum í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik í tapleiknum á móti Tékkum í gær. Þetta er ein versta frammistaða liðsins í einum hálfleik í sögu undankeppni EM. Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira