„Aron er enginn leiðtogi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2023 09:00 Aron Pálmarsson átti ekki góðan leik í Brno. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vantar sárlega leiðtoga. Þetta var meðal þess sem var rætt í Handkastinu í gær. Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast Sjá meira