Sameiginleg vegferð Evrópu Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 11. mars 2023 10:01 Þjóðir heims hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar hafa í samfloti með öðrum þjóðum í Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Markmið þjóða heims eru fjölþætt en stór hluti þeirra snýr að orkuskiptum, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og notast á endanum aðeins við orku úr endurnýjanlegum auðlindum. Þannig eru markmið Evrópusambandsins um hlutfall endurnýjanlegrar raforkuvinnslu samofin markmiðum um samdrátt í losun. 28 ríki innan evrópska efnahagssvæðisins taka þátt í kerfi um upprunaábyrgðir og álíka kerfi starfa víðar í heiminum. Kerfinu er ætlað að mynda hvata til uppbyggingar endurnýjanlegra orkugjafa. Kerfi upprunaábyrgða er nú farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá meira fyrir grænu orkuna og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Kaup á upprunaábyrgðum grænnar raforku er frjálst val. Slíka ábyrgð má kaupa til að taka af öll tvímæli um notkun raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum. Annar kaupandi, sem ekki á þess kost að nota græna orku, lýsir með kaupunum vilja til að hvetja til enn frekari vinnslu slíkrar orku. Fé sem fæst við sölu upprunaábyrgða nýtist til að byggja nýjar virkjanir sem vinna orku úr endurnýjanlegum auðlindum. Þannig verður fjármögnun endurnýjanlegra orkuverkefna hagstæðari en ella á meðan fjármögnun orkuverkefna sem byggja á notkun jarðefnaeldsneytis eða annarra mengandi og óendurnýjanlegra auðlinda verður erfiðari. Ekki áhrif á loftslagsmarkmið ríkja Sala raforkuframleiðanda á upprunaábyrgðum til notenda raforku hefur hvorki áhrif á losunarbókhald né loftslagsmarkmið þjóða. Það gildir bæði um þá þjóð sem seljandi upprunaábyrgðar heyrir til og þá þjóð sem kaupandi upprunaábyrgðar starfar innan. Þá hefur sala á upprunaábyrgðum hvorki áhrif á markmið þjóða um hlut endurnýjanlegrar orkuvinnslu né mat á árangri þjóða í orkuskiptum eða hversu óháðar þær eru jarðefnaeldsneyti. Áhrif á loftslagsmarkmið fyrirtækja Upprunaábyrgðir hafa áhrif á losunarbókhald fyrirtækja. Þar er lykilatriði að upplýsingagjöfin sé gagnsæ. Við hjá Landsvirkjun vinnum okkar loftslagsbókhald eftir staðlinum Greenhouse Gas Protocol (GHGP) sem er leiðandi alþjóðlegur staðall fyrir losunarbókhald fyrirtækja og höfum hlotið staðfestingu á réttmæti þess í 5 ár. Í væntanlegri Evróputilskipun um birtingu sjálfbærniupplýsinga (CSRD), sem tekur gildi innan ESB frá og með árinu 2024, er vísað til þessara staðla þegar kemur að upplýsingagjöf um losun gróðurhúsalofttegunda. GHGP hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli reikna út þá losun sem verður vegna vinnslu á keyptu rafmagni og hita. Hjá flestum fyrirtækjum heims er losun vegna vinnslu á keyptri orku stærsti einstaki losunarþátturinn þegar litið er til virðiskeðjunnar og því mikilvægt að vandað sé til verka við upplýsingagjöf. Samkvæmt staðlinum ber fyrirtækjum sem eru starfrækt á svæðum þar sem kerfi um kaup og sölu á upprunaábyrgðum er til staðar, eins og hér á Íslandi, að gefa upp losun vegna keyptrar raforku á tvennan hátt, bæði út frá staðsetningu (e. location-based) og markaði (e. market-based). Skýr tilmæli eru um að ekki megi leggja niðurstöður beggja aðferða saman eða vega á móti hvorri annarri á nokkurn hátt. Einnig er skýrt að upprunaábyrgðir hafa ekki áhrif á upplýsingar um aðra losun en þeirrar sem verður við vinnslu á keyptri orku. Losun út frá staðsetningu græn á Íslandi Þegar losun vegna þeirrar raforku sem fyrirtæki kaupir er reiknuð út frá staðsetningu hafa upprunaábyrgðir og sala og kaup á þeim engin áhrif. Þar eru bestu starfsvenjur að notast við losunarstuðul sem gefinn er út árlega af Umhverfisstofnun út frá meðaltalslosun við framleiðslu raforku á viðkomandi raforkuneti. Í nýjustu útgáfu Umhverfisstofnunar um losunarstuðla var losunarstuðull fyrir raforkuvinnslu á Íslandi 10,3 g CO2íg/kWst. Kaup og sala á upprunaábyrgðum hefur engin áhrif á þennan stuðul. Upprunaábyrgðir hafa því ekki áhrif á losun fyrirtækja vegna keyptrar raforku og hita þegar hún er reiknuð út frá staðsetningu. Losun út frá markaði græn við kaup ábyrgða Þegar losun vegna þeirrar raforku sem fyrirtæki kaupir er reiknuð út frá markaði þarf að taka tillit til upprunaábyrgða. Kaupi fyrirtæki upprunaábyrgðir geta þau notast við losunarstuðla frá viðkomandi sölufyrirtæki raforku fyrir það magn orku sem samsvarar magni upprunaábyrgða. Það á bæði við ef fyrirtæki kaupa beint af framleiðanda í gegnum raforkusamninga sem kveða á um afhendingu upprunaábyrgða eða kaupa upprunaábyrgðirnar sérstaklega á markaði með þær. Þau fyrirtæki sem kaupa ekki upprunaábyrgðir reikna losun út frá stuðli sem Orkustofnun birtir árlega. Hann byggir á samsetningu orkugjafa á þeim landsvæðum sem fyrirtæki sem hafa keypt upprunaábyrgðir starfa á, í réttu hlutfalli við keypt magn. Sú breyting að láta upprunaábyrgðir ekki fylgja með í heildsölu mun því hafa það í för með sér að losun fyrirtækis hækkar þegar hún er reiknuð út frá markaði, kaupi það ekki upprunaábyrgðir. Upprunaábyrgðir fylgdu frítt með raforku Landsvirkjunar til sölufyrirtækja á heildsölumarkaði út árið 2022 og ættu nýliðnar breytingar því ekki að hafa áhrif á uppgjör fyrirtækja á losun úr frá markaði fyrir árið 2022. Auk þess bauðst sölufyrirtækjum að kaupa upprunaábyrgðir á sérkjörum fyrir árið 2023, því ættu viðskiptavinir Landsvirkjunar að hafa nægan tíma til aðlögunar að breyttu fyrirkomulagi. Ekkert kerfi fullkomið Leikreglur kerfis um upprunaábyrgðir eru skýrar þegar kemur að upplýsingagjöf um losun vegna keyptrar raforku. Upprunaábyrgðir hafa engin áhrif á losun ríkja eða loftslagsmarkmið önnur en að hvetja til endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Þær hafa hins vegar áhrif á losunarbókhald fyrirtækja og skilgreiningar á grænum vörum í virðiskeðju raforkukaupanda. Þessi áhrif á fyrirtæki eru beinlínis til þess ætluð að drífa fjármagn í endurnýjanleg orkuverkefni. Upplýsingum um umhverfismál fylgir ábyrgð og ljóst að ávinning má ekki margtelja. Umfangsmiklar breytingar eru að eiga sér stað á löggjöf undir grænum sáttmála Evrópusambandsins og er áðurnefnd tilskipun um sjálfbærniupplýsingar (CSRD) dæmi um breytingar sem munu hjálpa til við að skerpa á kröfum til fyrirtækja um sjálfbærniupplýsingagjöf og frammistöðu þegar horft er til umhverfismála. Tilskipunin mun styðja við gagnsæi umhverfisupplýsinga og þar með talið upplýsinga um losun vegna keyptrar raforku. Höfundur er forstöðumaður á deild loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar hafa í samfloti með öðrum þjóðum í Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Markmið þjóða heims eru fjölþætt en stór hluti þeirra snýr að orkuskiptum, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og notast á endanum aðeins við orku úr endurnýjanlegum auðlindum. Þannig eru markmið Evrópusambandsins um hlutfall endurnýjanlegrar raforkuvinnslu samofin markmiðum um samdrátt í losun. 28 ríki innan evrópska efnahagssvæðisins taka þátt í kerfi um upprunaábyrgðir og álíka kerfi starfa víðar í heiminum. Kerfinu er ætlað að mynda hvata til uppbyggingar endurnýjanlegra orkugjafa. Kerfi upprunaábyrgða er nú farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá meira fyrir grænu orkuna og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Kaup á upprunaábyrgðum grænnar raforku er frjálst val. Slíka ábyrgð má kaupa til að taka af öll tvímæli um notkun raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum. Annar kaupandi, sem ekki á þess kost að nota græna orku, lýsir með kaupunum vilja til að hvetja til enn frekari vinnslu slíkrar orku. Fé sem fæst við sölu upprunaábyrgða nýtist til að byggja nýjar virkjanir sem vinna orku úr endurnýjanlegum auðlindum. Þannig verður fjármögnun endurnýjanlegra orkuverkefna hagstæðari en ella á meðan fjármögnun orkuverkefna sem byggja á notkun jarðefnaeldsneytis eða annarra mengandi og óendurnýjanlegra auðlinda verður erfiðari. Ekki áhrif á loftslagsmarkmið ríkja Sala raforkuframleiðanda á upprunaábyrgðum til notenda raforku hefur hvorki áhrif á losunarbókhald né loftslagsmarkmið þjóða. Það gildir bæði um þá þjóð sem seljandi upprunaábyrgðar heyrir til og þá þjóð sem kaupandi upprunaábyrgðar starfar innan. Þá hefur sala á upprunaábyrgðum hvorki áhrif á markmið þjóða um hlut endurnýjanlegrar orkuvinnslu né mat á árangri þjóða í orkuskiptum eða hversu óháðar þær eru jarðefnaeldsneyti. Áhrif á loftslagsmarkmið fyrirtækja Upprunaábyrgðir hafa áhrif á losunarbókhald fyrirtækja. Þar er lykilatriði að upplýsingagjöfin sé gagnsæ. Við hjá Landsvirkjun vinnum okkar loftslagsbókhald eftir staðlinum Greenhouse Gas Protocol (GHGP) sem er leiðandi alþjóðlegur staðall fyrir losunarbókhald fyrirtækja og höfum hlotið staðfestingu á réttmæti þess í 5 ár. Í væntanlegri Evróputilskipun um birtingu sjálfbærniupplýsinga (CSRD), sem tekur gildi innan ESB frá og með árinu 2024, er vísað til þessara staðla þegar kemur að upplýsingagjöf um losun gróðurhúsalofttegunda. GHGP hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli reikna út þá losun sem verður vegna vinnslu á keyptu rafmagni og hita. Hjá flestum fyrirtækjum heims er losun vegna vinnslu á keyptri orku stærsti einstaki losunarþátturinn þegar litið er til virðiskeðjunnar og því mikilvægt að vandað sé til verka við upplýsingagjöf. Samkvæmt staðlinum ber fyrirtækjum sem eru starfrækt á svæðum þar sem kerfi um kaup og sölu á upprunaábyrgðum er til staðar, eins og hér á Íslandi, að gefa upp losun vegna keyptrar raforku á tvennan hátt, bæði út frá staðsetningu (e. location-based) og markaði (e. market-based). Skýr tilmæli eru um að ekki megi leggja niðurstöður beggja aðferða saman eða vega á móti hvorri annarri á nokkurn hátt. Einnig er skýrt að upprunaábyrgðir hafa ekki áhrif á upplýsingar um aðra losun en þeirrar sem verður við vinnslu á keyptri orku. Losun út frá staðsetningu græn á Íslandi Þegar losun vegna þeirrar raforku sem fyrirtæki kaupir er reiknuð út frá staðsetningu hafa upprunaábyrgðir og sala og kaup á þeim engin áhrif. Þar eru bestu starfsvenjur að notast við losunarstuðul sem gefinn er út árlega af Umhverfisstofnun út frá meðaltalslosun við framleiðslu raforku á viðkomandi raforkuneti. Í nýjustu útgáfu Umhverfisstofnunar um losunarstuðla var losunarstuðull fyrir raforkuvinnslu á Íslandi 10,3 g CO2íg/kWst. Kaup og sala á upprunaábyrgðum hefur engin áhrif á þennan stuðul. Upprunaábyrgðir hafa því ekki áhrif á losun fyrirtækja vegna keyptrar raforku og hita þegar hún er reiknuð út frá staðsetningu. Losun út frá markaði græn við kaup ábyrgða Þegar losun vegna þeirrar raforku sem fyrirtæki kaupir er reiknuð út frá markaði þarf að taka tillit til upprunaábyrgða. Kaupi fyrirtæki upprunaábyrgðir geta þau notast við losunarstuðla frá viðkomandi sölufyrirtæki raforku fyrir það magn orku sem samsvarar magni upprunaábyrgða. Það á bæði við ef fyrirtæki kaupa beint af framleiðanda í gegnum raforkusamninga sem kveða á um afhendingu upprunaábyrgða eða kaupa upprunaábyrgðirnar sérstaklega á markaði með þær. Þau fyrirtæki sem kaupa ekki upprunaábyrgðir reikna losun út frá stuðli sem Orkustofnun birtir árlega. Hann byggir á samsetningu orkugjafa á þeim landsvæðum sem fyrirtæki sem hafa keypt upprunaábyrgðir starfa á, í réttu hlutfalli við keypt magn. Sú breyting að láta upprunaábyrgðir ekki fylgja með í heildsölu mun því hafa það í för með sér að losun fyrirtækis hækkar þegar hún er reiknuð út frá markaði, kaupi það ekki upprunaábyrgðir. Upprunaábyrgðir fylgdu frítt með raforku Landsvirkjunar til sölufyrirtækja á heildsölumarkaði út árið 2022 og ættu nýliðnar breytingar því ekki að hafa áhrif á uppgjör fyrirtækja á losun úr frá markaði fyrir árið 2022. Auk þess bauðst sölufyrirtækjum að kaupa upprunaábyrgðir á sérkjörum fyrir árið 2023, því ættu viðskiptavinir Landsvirkjunar að hafa nægan tíma til aðlögunar að breyttu fyrirkomulagi. Ekkert kerfi fullkomið Leikreglur kerfis um upprunaábyrgðir eru skýrar þegar kemur að upplýsingagjöf um losun vegna keyptrar raforku. Upprunaábyrgðir hafa engin áhrif á losun ríkja eða loftslagsmarkmið önnur en að hvetja til endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Þær hafa hins vegar áhrif á losunarbókhald fyrirtækja og skilgreiningar á grænum vörum í virðiskeðju raforkukaupanda. Þessi áhrif á fyrirtæki eru beinlínis til þess ætluð að drífa fjármagn í endurnýjanleg orkuverkefni. Upplýsingum um umhverfismál fylgir ábyrgð og ljóst að ávinning má ekki margtelja. Umfangsmiklar breytingar eru að eiga sér stað á löggjöf undir grænum sáttmála Evrópusambandsins og er áðurnefnd tilskipun um sjálfbærniupplýsingar (CSRD) dæmi um breytingar sem munu hjálpa til við að skerpa á kröfum til fyrirtækja um sjálfbærniupplýsingagjöf og frammistöðu þegar horft er til umhverfismála. Tilskipunin mun styðja við gagnsæi umhverfisupplýsinga og þar með talið upplýsinga um losun vegna keyptrar raforku. Höfundur er forstöðumaður á deild loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun