Glæpagengi biðst afsökunar á morðum og mannráni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2023 08:02 Málið hefur valdið nokkurri spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/Hector Vivas Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra. Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira