Glæpagengi biðst afsökunar á morðum og mannráni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2023 08:02 Málið hefur valdið nokkurri spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/Hector Vivas Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra. Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira