Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 17:45 Betis mættu með læti á Old Trafford. Í stúkunni allavega. Ash Donelon/Getty Images Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir. Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira