Fótbolti

Bayern á toppinn í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Bayern.
Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Bayern. Xavi Bonilla/Getty Images

Íslendingalið Bayern München er kominn á topp þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Duisburg í kvöld. Tvær íslenskar landsliðskonur komu við sögu.

Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Það gerði Sydney Lohmann á 19. mínútu. Í síðari hálfleik bættu Lea Schüller, Lina Magull og Georgia Stanway við þremur mörkum til viðbótar og Bayern vann þægilegan 4-0 sigur.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat svo á bekknum.

Bayern er á toppi deildarinnar með 37 stig. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg koma þar á eftir með 36 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×