Það er svo sannarlega kominn tími til að tengja Nils Gústavsson skrifar 11. mars 2023 07:31 Við hjá Landsneti erum sett í einkennilega stöðu þessa dagana. Við sækjum um framkvæmdaleyfi hjá stjórnvaldi, sem er Sveitarfélagið Vogar og í stað þess að fá efnislega og hlutlæga meðferð á leyfisumsókninni, þá er umræðan farin að snúast um allt aðra hluti en eru í umsókninni. Við erum sammála bæjarstjóra Voga um mikilvægi þess að auka afhendingaröryggi á svæðinu en við komumst ekki hjá því að fara yfir sögu málsins í ljósi pistils bæjarstjórans í vikunni. Ef farið er 17 ár aftur í tímann segir bæjarstjórinn að hlutaðeigandi sveitarfélög hafi lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð, enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Þegar rýnt er í opinber gögn hins vegar, sést að í svæðisskipulagi Suðurnesja fyrir árin 2008-2024 er ekki minnst einu orði á jarðstrengi vegna Suðurnesjalínu 2, heldur er meginstefnan að nýta núverandi flutningaleiðir raforku og eru þær skilgreindar sem meginlagnabelti á Suðurnesjum. Samkomulag um loftlínur Í samkomulagi frá árinu 2009 við Sveitarfélagið Voga er fjallað um lagningu loftlínu um sveitarfélagið. Í stuttu máli kemur þar fram að aðilar séu sammála um að Landsneti sé heimilt að leggja 220 kV loftlínur um Sveitarfélagið Voga og að Landsnet muni síðar taka til athugunar lagningu jarðstrengja í stað loftlína ef forsendur breytast verulega en jafnframt með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Það er rétt að taka hér fram að með verulega breyttum forsendum, þá er samkvæmt samkomulaginu einungis átt við breytingar sem snerta heildarkostnað við jarðstrengi, komi til lagabreytinga varðandi heimildir til að leggja jarðstrengi og þróun byggðar nærri fyrirhuguðum línum. Það er einnig rétt að minnast á að í umræddu samkomulagi, sem er enn í gildi, voru aðilar sammála um að þrátt fyrir breytingar á ofangreindum forsendum, þá er samkomulag um að loftlínur geti staðið óbreyttar innan sveitarfélagsins í að minnsta kosti 20 ár. Árið 2012 var annar samningur gerður á milli Landsnets og Sveitarfélagsins Voga. Í samningum semur Landsnet við sveitarfélagið sem landeiganda á línuleiðinni um landsréttindi vegna lands sem loftlína átti að fara í gegnum og greiddi í kjölfarið sveitarfélaginu fyrir þau réttindi. Átján mánaða bið Bæjarstjórinn segir einnig að stjórnendur Landsnets hafi hvergi hvikað og haldið sig við aðalvalkost sinn um nýja línu meðfram núverandi línu þrátt fyrir niðurstöður Skipulagsstofnunar. Ástæður þess að niðurstaða Skipulagsstofnunar breytti ekki afstöðu Landsnets eru tvíþættar. Annars vegar taldi Landsnet niðurstöðuna haldna ágöllum sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála staðfesti í úrskurði sínum um að ógilda ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. Hins vegar segir í áliti Skipulagsstofnunar: “Það er í höndum hlutaðeigandi sveitarfélaga að taka afstöðu til þess hvaða valkostur verður endanlega fyrir valinu.” Í samræmi við þessa niðurstöðu beið Landsnet í 6 mánuði með að sækja um framkvæmdaleyfi svo sveitarfélögunum gæfist tækifæri til að komast að niðurstöðu um valkost í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar. Þegar 6 mánuðir voru liðnir frá áliti Skipulagsstofnunar sótti Landsnet um framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna. Þrjú þeirra hafa afgreitt umsókn Landsnets og veitt framkvæmdaleyfi en Vogar höfnuðu umsókn Landsnets. Sú afgreiðsla Voga var ógilt af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fyrir tæplega einu og hálfu ári en enn bólar ekkert á afgreiðslu Sveitarfélagsins Voga. Samtal og samráð allan tímann Bæjarstjórinn spyr líka hvers vegna Landsnet hafi frá upphafi lagst gegn öllu sem frá hlutaðeigandi sveitarfélögum hafi komið í málinu. Þessu höfnum við alfarið. Ekkert verkefni á vegum fyrirtækisins hefur verið með jafn víðtækt samráð og við höfum þvert á móti lagt okkur fram um að hlusta á sveitarfélögin og komið meðal annars á sérstöku verkefnaráði með fulltrúum hagaðila, þar með talið fulltrúum sveitarfélaga á línuleiðinni. Hægt er að nálgast fundargerðir og gögn sem lögð hafa verið fram á fundum ráðsins á heimasíðunni okkar, www.landsnet.is Sex valkostir voru metnir til jafns í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, kynntir í opinberum ferlum mats á umhverfisáhrifum með aðkomu leyfisveitenda, fagstofnanna og almennings auk þess sem um þá var fjallað í verkefnaráði. Enginn valkostur hafði afgerandi verri eða betri umhverfisleg áhrif og enginn þeirra var metinn hafa verulega neikvæð áhrif á umhverfisþætti innan Voga, þrátt fyrir að eðlilega væru ekki samskonar áhrif af jarðstreng og loftlínu. Niðurstaðan er sá valkostur sem nú liggur framkvæmdaleyfi fyrir í þremur sveitarfélögum, bæði í samræmi við staðfest svæðisskipulag og aðalskipulag allra sveitarfélaga á línuleiðinni. Það þarf einnig að hafa í huga að framkvæmdir eins og þessi er ekki einungis háð skipulagslegum forsendum, heldur þurfa þær líka að samræmast öðrum lagakröfum, eins og raforkulaga sem kveða meðal annars á um hagkvæmni og öryggi ásamt því að vísa í stefnumörkun stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Í grein sinni talar bæjarstjórinn um aukna hættu á tjóni á mannvirkjum vegna jarðhræringa og eldsumbrota. Það liggur fyrir að jarðskjálftar og jarðhreyfingar eru ógn við áreiðanleika jarðstrengja á meðan loftlínur þola slíkar hreyfingar vel. Hraunflæði getur hins vegar verið ógn við bæði loftlínur og jarðstrengi og ef hraun rennur yfir jarðstrengslögn er sá kafli strengsins ónýtur. Íbúar svæðisins þurfa bætt afhendingaröryggi strax Við minnum á að öll sveitarfélög á línuleiðinni utan Voga hafa samþykkt lagningu Suðurnesjalínu 2 og það liggur fyrir skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga að taka ákvörðun um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu línunnar í lofti. Að fara aðra leið hefur talsverðar afleiðingar í tíma og kostnaði á svæði þar sem neyðarástand ríkir í orkumálum hvað varðar afhendingaröryggi og aðgengi að orku. Landsnet er ekki í neinni störukeppni eða öðrum leik við Sveitarfélagið Voga. Við erum sammála bæjarstjóranum að það þurfi kjark, þor og auðmýkt í verkefni eins og þessu. Málið snýst fyrst og fremst um öryggi og hagsmuni íbúa og atvinnulífs á svæðinu og í því ljósi þolir framkvæmdin ekki meiri bið. Við hjá Landsneti erum alltaf tilbúin að ræða málið og höfum ekki vikið okkur undan samtali við hagsmunaaðila á línuleiðinni. Það er því ekki úr vegi að ítreka heimboð okkar til forráðamanna sveitarfélagsins til okkar á Gylfaflötinni til að halda samtalinu áfram varðandi mikilvægi Suðurnesjalínu 2 og öryggi hennar. Höfundur er framkvæmdastjóri eigna og reksturs hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við hjá Landsneti erum sett í einkennilega stöðu þessa dagana. Við sækjum um framkvæmdaleyfi hjá stjórnvaldi, sem er Sveitarfélagið Vogar og í stað þess að fá efnislega og hlutlæga meðferð á leyfisumsókninni, þá er umræðan farin að snúast um allt aðra hluti en eru í umsókninni. Við erum sammála bæjarstjóra Voga um mikilvægi þess að auka afhendingaröryggi á svæðinu en við komumst ekki hjá því að fara yfir sögu málsins í ljósi pistils bæjarstjórans í vikunni. Ef farið er 17 ár aftur í tímann segir bæjarstjórinn að hlutaðeigandi sveitarfélög hafi lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð, enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Þegar rýnt er í opinber gögn hins vegar, sést að í svæðisskipulagi Suðurnesja fyrir árin 2008-2024 er ekki minnst einu orði á jarðstrengi vegna Suðurnesjalínu 2, heldur er meginstefnan að nýta núverandi flutningaleiðir raforku og eru þær skilgreindar sem meginlagnabelti á Suðurnesjum. Samkomulag um loftlínur Í samkomulagi frá árinu 2009 við Sveitarfélagið Voga er fjallað um lagningu loftlínu um sveitarfélagið. Í stuttu máli kemur þar fram að aðilar séu sammála um að Landsneti sé heimilt að leggja 220 kV loftlínur um Sveitarfélagið Voga og að Landsnet muni síðar taka til athugunar lagningu jarðstrengja í stað loftlína ef forsendur breytast verulega en jafnframt með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Það er rétt að taka hér fram að með verulega breyttum forsendum, þá er samkvæmt samkomulaginu einungis átt við breytingar sem snerta heildarkostnað við jarðstrengi, komi til lagabreytinga varðandi heimildir til að leggja jarðstrengi og þróun byggðar nærri fyrirhuguðum línum. Það er einnig rétt að minnast á að í umræddu samkomulagi, sem er enn í gildi, voru aðilar sammála um að þrátt fyrir breytingar á ofangreindum forsendum, þá er samkomulag um að loftlínur geti staðið óbreyttar innan sveitarfélagsins í að minnsta kosti 20 ár. Árið 2012 var annar samningur gerður á milli Landsnets og Sveitarfélagsins Voga. Í samningum semur Landsnet við sveitarfélagið sem landeiganda á línuleiðinni um landsréttindi vegna lands sem loftlína átti að fara í gegnum og greiddi í kjölfarið sveitarfélaginu fyrir þau réttindi. Átján mánaða bið Bæjarstjórinn segir einnig að stjórnendur Landsnets hafi hvergi hvikað og haldið sig við aðalvalkost sinn um nýja línu meðfram núverandi línu þrátt fyrir niðurstöður Skipulagsstofnunar. Ástæður þess að niðurstaða Skipulagsstofnunar breytti ekki afstöðu Landsnets eru tvíþættar. Annars vegar taldi Landsnet niðurstöðuna haldna ágöllum sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála staðfesti í úrskurði sínum um að ógilda ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. Hins vegar segir í áliti Skipulagsstofnunar: “Það er í höndum hlutaðeigandi sveitarfélaga að taka afstöðu til þess hvaða valkostur verður endanlega fyrir valinu.” Í samræmi við þessa niðurstöðu beið Landsnet í 6 mánuði með að sækja um framkvæmdaleyfi svo sveitarfélögunum gæfist tækifæri til að komast að niðurstöðu um valkost í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar. Þegar 6 mánuðir voru liðnir frá áliti Skipulagsstofnunar sótti Landsnet um framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna. Þrjú þeirra hafa afgreitt umsókn Landsnets og veitt framkvæmdaleyfi en Vogar höfnuðu umsókn Landsnets. Sú afgreiðsla Voga var ógilt af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fyrir tæplega einu og hálfu ári en enn bólar ekkert á afgreiðslu Sveitarfélagsins Voga. Samtal og samráð allan tímann Bæjarstjórinn spyr líka hvers vegna Landsnet hafi frá upphafi lagst gegn öllu sem frá hlutaðeigandi sveitarfélögum hafi komið í málinu. Þessu höfnum við alfarið. Ekkert verkefni á vegum fyrirtækisins hefur verið með jafn víðtækt samráð og við höfum þvert á móti lagt okkur fram um að hlusta á sveitarfélögin og komið meðal annars á sérstöku verkefnaráði með fulltrúum hagaðila, þar með talið fulltrúum sveitarfélaga á línuleiðinni. Hægt er að nálgast fundargerðir og gögn sem lögð hafa verið fram á fundum ráðsins á heimasíðunni okkar, www.landsnet.is Sex valkostir voru metnir til jafns í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, kynntir í opinberum ferlum mats á umhverfisáhrifum með aðkomu leyfisveitenda, fagstofnanna og almennings auk þess sem um þá var fjallað í verkefnaráði. Enginn valkostur hafði afgerandi verri eða betri umhverfisleg áhrif og enginn þeirra var metinn hafa verulega neikvæð áhrif á umhverfisþætti innan Voga, þrátt fyrir að eðlilega væru ekki samskonar áhrif af jarðstreng og loftlínu. Niðurstaðan er sá valkostur sem nú liggur framkvæmdaleyfi fyrir í þremur sveitarfélögum, bæði í samræmi við staðfest svæðisskipulag og aðalskipulag allra sveitarfélaga á línuleiðinni. Það þarf einnig að hafa í huga að framkvæmdir eins og þessi er ekki einungis háð skipulagslegum forsendum, heldur þurfa þær líka að samræmast öðrum lagakröfum, eins og raforkulaga sem kveða meðal annars á um hagkvæmni og öryggi ásamt því að vísa í stefnumörkun stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Í grein sinni talar bæjarstjórinn um aukna hættu á tjóni á mannvirkjum vegna jarðhræringa og eldsumbrota. Það liggur fyrir að jarðskjálftar og jarðhreyfingar eru ógn við áreiðanleika jarðstrengja á meðan loftlínur þola slíkar hreyfingar vel. Hraunflæði getur hins vegar verið ógn við bæði loftlínur og jarðstrengi og ef hraun rennur yfir jarðstrengslögn er sá kafli strengsins ónýtur. Íbúar svæðisins þurfa bætt afhendingaröryggi strax Við minnum á að öll sveitarfélög á línuleiðinni utan Voga hafa samþykkt lagningu Suðurnesjalínu 2 og það liggur fyrir skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga að taka ákvörðun um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu línunnar í lofti. Að fara aðra leið hefur talsverðar afleiðingar í tíma og kostnaði á svæði þar sem neyðarástand ríkir í orkumálum hvað varðar afhendingaröryggi og aðgengi að orku. Landsnet er ekki í neinni störukeppni eða öðrum leik við Sveitarfélagið Voga. Við erum sammála bæjarstjóranum að það þurfi kjark, þor og auðmýkt í verkefni eins og þessu. Málið snýst fyrst og fremst um öryggi og hagsmuni íbúa og atvinnulífs á svæðinu og í því ljósi þolir framkvæmdin ekki meiri bið. Við hjá Landsneti erum alltaf tilbúin að ræða málið og höfum ekki vikið okkur undan samtali við hagsmunaaðila á línuleiðinni. Það er því ekki úr vegi að ítreka heimboð okkar til forráðamanna sveitarfélagsins til okkar á Gylfaflötinni til að halda samtalinu áfram varðandi mikilvægi Suðurnesjalínu 2 og öryggi hennar. Höfundur er framkvæmdastjóri eigna og reksturs hjá Landsneti.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun