Erlent

Önnur tilraun til að skjóta upp fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
GLHF á skotpalli í Flórída.
GLHF á skotpalli í Flórída. Relavitity Space

Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space munu reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið. Fyrri tilraun til að skjóta eldflauginni mistókst.

Hægt verður að fylgjast með tilraunaskotinu í spilaranum hér að ofan. Eins og áður segir stendur til að skjóta eldflauginn upp upp úr klukkan sjö. Það gæti þó tafist en skotglugginn svokallaði verður opinn í þrjár klukkustundir.

Eldflaugin er af gerðinni Terran 1, og kallast GLHF eða „Good Luck, Have Fun“ og stendur til að skjóta henni á loft frá Flórída upp úr klukkan sjö. Eldflaugin ber engan farm í þessu geimskoti, þar sem að um tilraunaskot er að ræða.

Vonast er til að hægt verði að koma efra stigi eldflaugarinnar á braut um jörðu í um tvö hundruð kílómetra hæð. Markmiðið er þó að safna upplýsingum og sýna fram á að hægt sé að skjóta þrívíddarprentuðum eldflaugum út í geim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×