Handbolti

„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson lokaði íslenska markinu eftir að hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleik.
Viktor Gísli Hallgrímsson lokaði íslenska markinu eftir að hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. vísir/hulda margrét

Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung.

„Það er gott og bara gaman,“ sagði Viktor hógvær í samtali við Vísi eftir leikinn.

Markvörðurinn segir Íslendinga ætla að klára leikina sem eftir eru í riðlakeppninni og fara inn á EM með stæl.

„Það er markmiðið,“ sagði Viktor í hávaðanum í Höllinni.

Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, á miðvikudaginn og þurfti því að svara fyrir sig í dag.

„Það var helvíti þungt í mannskapnum daginn eftir og á leiðinni heim en við vorum ákveðnir að svara fyrir okkur og gerðum það,“ sagði Viktor að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×