Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 07:13 ISW segir liðsmenn Wagner nú gjalda fyrir yfirlýsingar og pólitískan metnað Prigozhin. Getty/Mikhail Svetlov Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira