Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 11:09 Xi Jinping, er talinn einn valdamesti leiðtogi Kína um árabil. AP/Andy Wong Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum. Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum.
Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira