Sigfús spenntur fyrir erlendum landsliðsþjálfara sem er laus við alla pólítík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Íslenska handboltalandsliðið vann það tékkneska, 28-19, í undankeppni EM 2024 um helgina. vísir/hulda margrét Sigfús Sigurðsson er spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30